Börn á biðlista Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 09:30 Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar