Börn á biðlista Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 09:30 Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Fuglarnir eru teknir að hópa sig, berin eru þroskuð og fjöldi barna í Reykjavík er á biðlista eftir því að fá þá þjónustu sem foreldrar þeirra völdu fyrir þau. Það er nefnilega þannig að líkt er og það sé náttúrulögmál að ekki takist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar áður en skólastarf byrjar með tilheyrandi raski fyrir fjölda foreldra og barna. Þjónustuborg Reykjavíkurborg er í mikilli samkeppni við nágrannasveitafélögin, þar er gríðarleg uppbygging og vöxtur margra þeirra er ævintýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxtur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur. Þangað er að flytjast ungt fólk, ungt fólk sem metur kosti þjónustu. Ungt fólk sem vill kaupa sér húsnæði þar sem þjónustan er góð. Það er ekki og verður aldrei góð þjónusta að börn séu á biðlista. Það að endalausu álagi sé varpað á barnafjölskyldur í Reykjavík er ekki góð þjónusta. Meirihlutinn í Reykjavík verður að fara að átta sig á því að við erum í samkeppni um íbúana. Ef Reykjavíkurborg skarar ekki fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur þá flytur fólk einfaldlega í önnur sveitarfélög. Skipulagsleysi Það er merkilegt að horfa á atvinnuleysistölur sem eru himinháar miðað við undanfarin ár og heyra að ekki sé búið að manna í allar stöður á frístundaheimilum, skólum eða leikskólum. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja skólastarf í Reykjavíkurborg með þeim hætti að það sé byrjað að huga að ráðningu starfsfólks fyrr þannig að foreldrar ungra barna geti treyst því að þeir fái þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir að kaupa fyrir börn sín. Foreldrar ungra barna hafa gengið í gegnum miklar hremmingar þetta árið verkföll í Reykjavík voru lengri en í öðrum sveitarfélögum, einn leikskóli náði ekki að opna á réttum tíma eftir sumarleyfi og því var lokað þar viku lengur en til stóð þetta hafði áhrif á 160 börn. Búið er að skerða opnunartíma leikskóla Reykjavíkur vegna COVID sem allir loka núna klukkan 16:30. Síðan er fjöldI barna á biðlista vegna þess að ekki hefur tekist að manna frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Allt þetta hefur verið að bitna illa á foreldrum reykvískra barna. Við rekstur sveitarfélags verður að vera tryggt að þjónusta við barnafjölskyldur sé alltaf fumlaus. Þess vegna verður að tryggja að búið sé að manna allar stöður til þess að koma í veg fyrir óþarfa álag á barnafjölskyldur, því ætti auðveldlega að vera hægt að breyta með betra skipulagi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun