Íslensk jarðarber og hindber slá í gegn hjá neytendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 19:30 Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira