Fundu skýringu á brennisteinslykt af heita vatninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:57 Kórahverfi Kópavogs. vísir/vilhelm Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn. Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn.
Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01