Fundu skýringu á brennisteinslykt af heita vatninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:57 Kórahverfi Kópavogs. vísir/vilhelm Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn. Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn.
Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01