Ísland fyrir neðan Færeyjar og Gíbraltar á lista UEFA Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 12:22 FH tapaði gegn Dunajská Streda í gær. VÍSIR/DANÍEL Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum. UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum.
UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira