Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 12:48 Það er oft fámennt í miðborginni eftir miðnætti um helgar. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05
Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38
Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55