Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2020 19:30 Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu kíkti á aðstæður ásamt syni sínum eftir ofankomuna sem fylgdi lægðinni. Vísir/Tryggvi Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“ Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira
Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“
Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira
Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19