Fellibylurinn Haishen dynur á Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 10:21 Öldurót við strandlengjun við Busan, aðra stærstu borg Suður-Kóreu. Haishen skemmdi byggingar, vatn flæddi yfir götur og inn í hús og rafmagni sló út þegar fellibylurinn gekk á land þar í nótt. AP/Son Hyung-ju Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést. Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést.
Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41