PISA-kannanir ekki upphaf og endir alls Svandís Egilsdóttir skrifar 8. september 2020 15:31 Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar