Arnar Daði sendi skilaboð í Hafnarfjörðinn: Þurfa að gera talsvert betur Andri Már Eggertsson skrifar 10. september 2020 21:59 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum. Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum.
Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti