Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2020 16:53 Breivik hefur eins og aðrir sem hafa hlotið 21 árs fangelsisdóm rétt til að sækja um reynslulausn. Hann hefur afplánað tíu ár af dómnum sínum næsta sumar. Vísir/AFP Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. Breivik var á haustmánuðum 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa orðið 77 manns að bana í tvískiptri hryðjuverkaárás sumarið 2011. Dómurinn sem Breivik hlaut er þyngsti fangelsisdómur sem hægt er að hljóta innan ramma norska kerfisins en yfirvöld hafa heimild til að framlengja dóm hans ítrekað um fimm ár í senn þegar hann hefur lokið afplánun á 21 árs fangelsisdómnum. Breivik er heimilt, eins og öðrum föngum, að sækja um reynslulausn eftir að hann hefur afplánað tíu ár af dómnum en í júlí á næsta ári hefur Breivik verið á bak við lás og slá í tíu ár. „Ég hef, að hans kröfu, sótt um reynslulausn,“ segir Oeystein Storrvik, lögmaður Breiviks í samtali við VG. Norðmenn hafa brugðist harkalega við fréttum af fyrirætlunum Breiviks og fordæmt hann. Í tísti sagði Raymond Johansen borgarstjóri Osló, að Breivik yrði aldrei sleppt úr fangelsi. Og ítrekaði „aldrei!“. Han skal aldri gå fritt rundt- aldri! Breivik begjærer seg løslatt fra fengselhttps://t.co/VYkO1R8n9D— Raymond Johansen (@RaymondJohansen) September 16, 2020 Vegard Wennesland er einn af þeim sem lifði af hryðjuverkaárásina í Útey. Hann sagðist sannfærður um að norska réttarkerfið muni ekki valda honum vonbrigðum. Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. Breivik var á haustmánuðum 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa orðið 77 manns að bana í tvískiptri hryðjuverkaárás sumarið 2011. Dómurinn sem Breivik hlaut er þyngsti fangelsisdómur sem hægt er að hljóta innan ramma norska kerfisins en yfirvöld hafa heimild til að framlengja dóm hans ítrekað um fimm ár í senn þegar hann hefur lokið afplánun á 21 árs fangelsisdómnum. Breivik er heimilt, eins og öðrum föngum, að sækja um reynslulausn eftir að hann hefur afplánað tíu ár af dómnum en í júlí á næsta ári hefur Breivik verið á bak við lás og slá í tíu ár. „Ég hef, að hans kröfu, sótt um reynslulausn,“ segir Oeystein Storrvik, lögmaður Breiviks í samtali við VG. Norðmenn hafa brugðist harkalega við fréttum af fyrirætlunum Breiviks og fordæmt hann. Í tísti sagði Raymond Johansen borgarstjóri Osló, að Breivik yrði aldrei sleppt úr fangelsi. Og ítrekaði „aldrei!“. Han skal aldri gå fritt rundt- aldri! Breivik begjærer seg løslatt fra fengselhttps://t.co/VYkO1R8n9D— Raymond Johansen (@RaymondJohansen) September 16, 2020 Vegard Wennesland er einn af þeim sem lifði af hryðjuverkaárásina í Útey. Hann sagðist sannfærður um að norska réttarkerfið muni ekki valda honum vonbrigðum.
Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Sjá meira