Handbolti

Valur dregur kvennalið sitt úr keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, staðfesti í gærkvöld að liðið myndi ekki taka þátt í Evrópukeppn að svo stöddu.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, staðfesti í gærkvöld að liðið myndi ekki taka þátt í Evrópukeppn að svo stöddu. Vísir/Facebook-síða Vals

Kvennalið Vals átti að mæta spænska félaginu Málaga í annarrri umferð í Evrópubikarnum í handbolta. Ekkert verður nú af því en Valur hefur ákveðið að draga liðið úr keppni, líkt og var gert með karlalið félagsins.

Þetta staðfesti Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, í samtali við vefsíðuna Handbolti.is.

„Því miður neyðumst við til að skrá okkur úr keppni og leikum því ekki gegn Málaga. Meðan óvissan er þetta mikil í heiminum vegna kórónufaraldursins verðum við að láta skynsemina ráða og taka ábyrga afstöðu með velferð allra að leiðarljósi,“ sagði Ágúst við Handbolti.is.

Valur átti að mæta Málaga 10. og 17. október næstkomandi en nú er ljóst að ekkert verður af því. 

Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki deildarinnar - þar á meðal góðan sigur á erkifjendum sínm í Fram - þá tapaði liðið með einu marki gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um liðna helgi. 

Liðið er í 2. sæti deildarinnar með fjögur stig af sex mögulegum. ÍBV situr á toppi deildarinnar með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×