Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 13:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03
70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08