Segir að leikmenn og þjálfarar Gróttu þurfi ekki að hafa áhyggjur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 16:11 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti