Þrettán liggja inni á Landspítala með Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2020 14:58 Þegar tölur voru birtar á Covid.is klukkan ellefu í morgun lágu ellefu inni á sjúkrahúsi. Vísir/Vilhelm Þrettán liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, tveimur fleiri en þegar tölur voru birtar á Covid.is í morgun. Enn eru tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. Níu af nítján skurðstofum spítalans hefur verið lokað eða verður lokað á næstu dögum. Alls eru 572 sjúklingar í eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala. Þá eru 37 starfsmenn spítalans í einangrun með kórónuveiruna og 95 starfsmenn í sóttkví. Landspítali er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið er að ýmsum leiðum til að auðvelda breytingar á starfseminni vegna faraldursins, að því er segir í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd. Þá verður fjórum af sjö skurðstofum við Hringbraut lokað á næstu dögum, sem og tveimur af þremur skurðstofum á kvennadeild. Alls eru því níu af nítján skurðstofum spítalans lokaðar en áfram er bráðaaðgerðum og aðkallandi aðgerðum sinnt. Smitsjúkdómadeild A7 er nú einungis farsóttareining og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við Covid-19 sjúklingum þar. Þá er brýnt fyrir starfsmönnum og gestum að bera ávallt andlitsgrímur sem Landspítali útvegar í öllum rýmum spítalans. Þrjátíu og sex greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru tuttugu í sóttkví. Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar hefst nú klukkan þrjú og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. 1. október 2020 13:17 Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Sóttvarnalæknir bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. 1. október 2020 11:38 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Þrettán liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, tveimur fleiri en þegar tölur voru birtar á Covid.is í morgun. Enn eru tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. Níu af nítján skurðstofum spítalans hefur verið lokað eða verður lokað á næstu dögum. Alls eru 572 sjúklingar í eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala. Þá eru 37 starfsmenn spítalans í einangrun með kórónuveiruna og 95 starfsmenn í sóttkví. Landspítali er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið er að ýmsum leiðum til að auðvelda breytingar á starfseminni vegna faraldursins, að því er segir í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd. Þá verður fjórum af sjö skurðstofum við Hringbraut lokað á næstu dögum, sem og tveimur af þremur skurðstofum á kvennadeild. Alls eru því níu af nítján skurðstofum spítalans lokaðar en áfram er bráðaaðgerðum og aðkallandi aðgerðum sinnt. Smitsjúkdómadeild A7 er nú einungis farsóttareining og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við Covid-19 sjúklingum þar. Þá er brýnt fyrir starfsmönnum og gestum að bera ávallt andlitsgrímur sem Landspítali útvegar í öllum rýmum spítalans. Þrjátíu og sex greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru tuttugu í sóttkví. Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar hefst nú klukkan þrjú og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. 1. október 2020 13:17 Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Sóttvarnalæknir bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. 1. október 2020 11:38 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. 1. október 2020 13:17
Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Sóttvarnalæknir bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. 1. október 2020 11:38
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent