Sara Björk fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar sigri í Meistaradeildinni með liðsfélögum sínum í Lyon og Evrópumeistarabikarnum. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal) Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira