Aron Kristjánsson: Það vantaði baráttuneistann hjá okkur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. október 2020 22:05 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Vísir/Bára Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir þriggja marka tap sinna manna gegn Val í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 25-28. Var þetta fyrsta tap Hauka á leiktíðinni. ,,Ég er óánægður með spilamennskuna. Mér fannst við ekki vera að spila vel. Við vorum alltaf á eftir, alveg sama hvað við vorum að gera, við vorum að bregðast við hlutunum það er það sem ég er að meina,” sagði Aron eftir leik. ,,Við klúðrum svolítið mikið af dauðafærum, Björgvin var að verja mjög vel í markinu og það er eitthvað sem við hefðum þurft að nýta betur. Það er einkennandi fyrir okkar leik að hann sé að verja vel og Valsararnir taka 10 fráköst, við eigum ekki eitt einasta frákast eftir að hann ver. Í lokin er það margir boltar sem fara inn að aftann.” Á 25. mínútu leiksins fékk Þráinn Orri Jónsson beint rautt spjald fyrir brot sitt á Agnari Smára en Haukamenn voru ekki sáttir með þann dóm ,,Ég bara sá það ekki. Ég get ekki tjáð mig um það. Ég treysti að dómararnir hafi séð rétt og brugðist rétt við.” Geir Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við Hauka fyrir tímabilið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar og var til að mynda með þrjú mörk úr tíu skotum. ,,Geir var svo sem ekkert að spila mikið í Frakklandi síðustu misseri og var að spila í 2. deildinni. Hann þarf auðvitað bara tíma til að finna sig, við vorum ekkert að kaupa 10 marka mann. Bara mann sem myndi falla inn í liðið og vel í okkar spil og reyna að nýta hans styrkleika eins og hægt er. Vonandi kemur það hægt og rólega hjá honum,” sagði Aron að lokum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 25-28 | Valur fyrsta liðið til að vinna Hauka Valur varð fyrsta liðið til að landa sigri gegn Haukum er liðin mættust á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 28-25 Valsmönnum í vil. 2. október 2020 21:20 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir þriggja marka tap sinna manna gegn Val í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 25-28. Var þetta fyrsta tap Hauka á leiktíðinni. ,,Ég er óánægður með spilamennskuna. Mér fannst við ekki vera að spila vel. Við vorum alltaf á eftir, alveg sama hvað við vorum að gera, við vorum að bregðast við hlutunum það er það sem ég er að meina,” sagði Aron eftir leik. ,,Við klúðrum svolítið mikið af dauðafærum, Björgvin var að verja mjög vel í markinu og það er eitthvað sem við hefðum þurft að nýta betur. Það er einkennandi fyrir okkar leik að hann sé að verja vel og Valsararnir taka 10 fráköst, við eigum ekki eitt einasta frákast eftir að hann ver. Í lokin er það margir boltar sem fara inn að aftann.” Á 25. mínútu leiksins fékk Þráinn Orri Jónsson beint rautt spjald fyrir brot sitt á Agnari Smára en Haukamenn voru ekki sáttir með þann dóm ,,Ég bara sá það ekki. Ég get ekki tjáð mig um það. Ég treysti að dómararnir hafi séð rétt og brugðist rétt við.” Geir Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við Hauka fyrir tímabilið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar og var til að mynda með þrjú mörk úr tíu skotum. ,,Geir var svo sem ekkert að spila mikið í Frakklandi síðustu misseri og var að spila í 2. deildinni. Hann þarf auðvitað bara tíma til að finna sig, við vorum ekkert að kaupa 10 marka mann. Bara mann sem myndi falla inn í liðið og vel í okkar spil og reyna að nýta hans styrkleika eins og hægt er. Vonandi kemur það hægt og rólega hjá honum,” sagði Aron að lokum.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 25-28 | Valur fyrsta liðið til að vinna Hauka Valur varð fyrsta liðið til að landa sigri gegn Haukum er liðin mættust á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 28-25 Valsmönnum í vil. 2. október 2020 21:20 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 25-28 | Valur fyrsta liðið til að vinna Hauka Valur varð fyrsta liðið til að landa sigri gegn Haukum er liðin mættust á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 28-25 Valsmönnum í vil. 2. október 2020 21:20