Patrekur: Það er komin stemming í Garðabæinn Benedikt Grétarsson skrifar 2. október 2020 22:16 Patrekur var eðlilega mjög sáttur með fyrsta sigur tímabilsins. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“ Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“
Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira