Handbolti

Segir að FH verði ekki í efstu fjórum sætum deildarinnar í vor

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einar Rafn er frá vegna meiðsla og mun lítið leika með FH á næstunni. Telur Jóhann Gunnar það hafa áhrif á gengi FH í vetur.
Einar Rafn er frá vegna meiðsla og mun lítið leika með FH á næstunni. Telur Jóhann Gunnar það hafa áhrif á gengi FH í vetur. VÍSIR/VILHELM

Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru sérfræðingar í síðasta þætti Seinni bylgjunni ásamt Henry Birgi Gunnarssyni, þáttastjórnanda. Hann telur að FH verði ekki í efstu fjórum sætum Olís deildar karla í handbolta í vor.

Eldræðu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan.

„Má ég segja eitt um FH,“ spurði Jóhann Gunnar kurteislega og Henry Birgir játti því.

„Ég horfði á leikinn og þetta er kannski smá stormur í vatnsglasi og allt það en mér fannst þegar ég horfði á FH liðið – sem hefur verið frábært undanfarin ár, verið eins Volvo bíll, sömu mennirnir, sama bíllinn og þarf að gera lítið við. Mér finnst merki um að bíllinn sé orðinn gamall og byrjaður að bila.“

„Munið bara þegar ég segi þetta, FH verður ekki í topp fjögur. Það er eitthvað í þessu sem mér finnst eins og þeir séu aðeins á niðurleið,“ sagði Jóhann.

Ásgeir var ekki alveg sammála.

„Ég get ekki tekið undir þetta. Mér fannst Ási [Ásbjörn Friðriksson] geggjaður í leiknum, hann tekur 90 prósent af öllum ákvörðunum og þær eru oftast góðar.“

„Þeir töpuðu bara með einu marki gegn Selfoss, fannst þeir eiga lítinn séns á móti Val, vinna Þór og Fram sem eru lið sem þeir eiga að vinna. Það er eitthvað sem segir mér að þeir verði í sæti fimm til átta í deildinni,“ sagði Jóhann að lokum.

Klippa: Telur að FH lendi ekki í efstu fjórum

Tengdar fréttir

Einar Rafn ekki með næstu mánuði

Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH í Olís-deildinni, er á leið í aðgerð á öxl og verður því frá keppni um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×