„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent