Handbolti

Smit í þremur handboltaliðum á Íslandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kórónuveiran herjar á handboltann.
Kórónuveiran herjar á handboltann. getty/Alex Grimm

Kórónuveirusmit hafa greinst í allavega þremur karlaliðum í handbolta hér á landi.

Eins og fram kom á Vísi í gær er einn leikmaður Aftureldingar í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Samkvæmt handbolta.is greindust fimm leikmenn HK í Grill 66 deildinni með kórónuveiruna og eru í einangrun. Þá er einn leikmaður Víkings, sem leikur einnig í Grill 66 deildinni, með veiruna.

Æfingar liggja nú niðri hjá liðum á höfuborgarsvæðinu vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda, allavega til 19. október.

Ekki hefur verið keppt í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins í handbolta síðan helgina 3.-4. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×