Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Sylvía Hall skrifar 14. október 2020 18:48 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru. Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru.
Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum