Kúnstin við lífið Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 16. október 2020 15:01 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Félagasamtök Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar