Handbolti

HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska liðið er klárt í leikina. Nú þurfa þeir bara grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum svo leikirnir geti farið fram.
Íslenska liðið er klárt í leikina. Nú þurfa þeir bara grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum svo leikirnir geti farið fram. Vísir/Andri Marinó

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram.

Fyrr í dag var greint frá því að allar íþróttir með snertingu væru bannaðar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, gaf þá út að tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttastarf verði nú að reglum. Þá verða allar íþróttir með snertingu á höfuðborgarsvæðinu verða bannaðar, sama hvort þær eru innandyra eða utandyra.

Viðtal Stöðvar 2 við Guðmund Inga má sjá neðst í fréttinni.

Þetta kemur sér einkar illa fyrir HSÍ en íslenska karlalandsliðið á leiki gegn Litáen og Ísrael í Laugardalshöll þann 4. og 7. nóvember næstkomandi. Hópurinn fyrir leikina tvo var tilkynntur fyrr í dag.

HSÍ hefur beðið heilbrigðisyfirvöld um undanþágu svo hægt sé að spila leikina tvo. Framkvæmdastjóri sambandsins, Róbert Geir Gíslason, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild RÚV fyrr í dag.

„Við sendum inn undanþágubeiðni fyrr í vikunni þar sem við báðum um undanþágu frá væntanlegum reglum ef þær yrðu íþyngjandi,“ sagði Róbert Geir við RÚV í dag.

Ekkert svar hefur enn borist enda er reglugerð ráðherra enn óútgefin. Reiknar Guðmundu Ingi með að hún komi út eftir ríkisstjórnarfund sem fram fer í hádeginu á morgun, laugardag. Mun hún að öllum líkindum gilda í tvær til þrjár vikur.


Tengdar fréttir

HSÍ féllst á beiðni Ísraela

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×