Sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu sem þjóðaröryggismál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 12:55 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksin og Guðfinna Harpa Arnardóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, eru sammála um að tilefni sé til að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið. Þá telur Haraldur að hugsanlega felist sóknarfæri í því fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu í samhengi við þjóðaröryggismál. Afgreiðsla búvörusamninga á Alþingi 2016 sé ein hans helsta eftirsjá í störfum sínum í pólitík. Þetta kom fram í máli þeirra Haraldar og Guðfinnu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Kannski verður sóknarfærið fyrir íslenskan landbúnað þegar við förum loksins að ræða um hluti eins og þjóðaröryggismál. Við erum að horfa núna á alls konar áföll og við stöndum í miðri baráttu við covid-veiru. Það er ekkert að fara frá okkur sá tími að við þurfum að hugsa um hver við erum og við þurfum að framleiða matinn okkar sjálf. Það er svona grundvallarfrumþörf í hverju samfélagi,“ sagði Haraldur. Nokkuð heit umræða hefur skapast að undanförnu um stöðu og afkomu sauðfjárbænda í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt mætti líta á sem ákveðinn lífsstíl. Haraldur sagði ekki koma á óvart að ummælin hafi vakið hörð viðbrögð. „Við höfum í nokkuð langan tíma séð afkomu bænda í þessari grein drabbast og þeir hafa um langan tíma verið launalausir í sínum rekstri, það herðir stöðugt að. Við megum ekki heldur gleyma að þetta er hryggsúla í byggðum margra byggðarlaga,“ segir Haraldur „Við verðum að taka þessa stöðu svolítið alvarlega. Ég fagna kannski að umræðan sé kominn á þann stað að við séum farin að átta okkur á að þetta sé veruleikinn og við getum þá farið að tala inn í framtíðina, hverju getum við breytt og hvað getum við gert. Það eru kannski ekki mörg atriði sem að við þurfum að taka utan um en þau verða mörg umdeild og þau eru að einhverju leiti sársaukafull,“ bætir hann við. Guðfinna segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir því klassíska vandamáli sem blasi víða við frumframleiðslugreinum í matvælaiðnaði, þar sem bæði bændur, afurðarstöðvar og verslun hafa litlar tekjur upp úr krafsinu. „Það er alveg rétt að það eru litlar tekjur í þessu kerfi. Við erum að framleiða frábæra vöru sem okkur finnst einhvern veginn skítt að bera ekki meira úr bítum og raunverulega bara ekki bera þannig úr bítum að við höfum ekki launagreiðslugetu á okkar búum,“ segir Guðfinna. Sú sé staðan á allflestum býlum landsins að bændur geti ekki greitt sér sæmileg laun. „Þetta er því miður þannig að í svo mörgum frumframleiðslugreinum í matvælum að það er bara ekki ásættanleg afkoma, og það er ekki bara á Íslandi,“ segir Guðfinna. Guðfinna Harpa Arnardóttir er formaður Landsambands sauðfjárbænda. „Við þurfum að hætta að horfa á matinn okkar sem dýrann og fara að horfa á hann sem verðmætan. Mat sem er framleiddur eftir ströngustu kröfum, framleiddur með dýravelferð, umhverfismál og svo framvegis í huga, við þurfum bara að vera tilbúin að greiða fyrir þessa vöru, við sem neytendur.“ Tilefni til að endurskoða eða segja upp samningi við ESB Guðfinna og Haraldur voru jafnframt spurð um afstöðu sína til núgildandi tollasamnings við Evrópusambandið. „Ég held alla veganna að reynslan sem er núna af honum, og þær breyttu forsendur sem við erum að horfa á í viðskiptum í við Evrópusambandið með útgöngu Bretlands, séu algjörlega tilefni til að endurskoða eða segja upp þessum samningi,“ svaraði Guðfinna. Haraldur tók í svipaðan streng. „Ég veit að það var frumkvæði utanríkisráðherra núverandi að endurmeta þennan samning og flagga því, eða taka upp endurskoðun hans. Það er alveg ljóst að meginmarkmið hans hafa ekki gengið eftir ef að menn bara skoða tölurnar um það hvernig hann hefur virkað, þá er algjörlega tímabært að, eins og Guðfinna Harpa er að segja, endurmeta þann samning,“ segir Haraldur sem segist til að byrja með aldrei hafa skilið forsendurnar fyrir því að gera þann samning. „Ef ég á að vitna um það sem ég hef séð mest eftir að hafa gert í pólitíkinni á þeim tíma sem ég hef setið þá var það kannski afgreiðsla búvörusamninganna í þinginu 2016 sem að múlbatt þennan tollasamning við þá afgreiðslu. Landbúnaður Alþingi Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksin og Guðfinna Harpa Arnardóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, eru sammála um að tilefni sé til að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið. Þá telur Haraldur að hugsanlega felist sóknarfæri í því fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu í samhengi við þjóðaröryggismál. Afgreiðsla búvörusamninga á Alþingi 2016 sé ein hans helsta eftirsjá í störfum sínum í pólitík. Þetta kom fram í máli þeirra Haraldar og Guðfinnu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Kannski verður sóknarfærið fyrir íslenskan landbúnað þegar við förum loksins að ræða um hluti eins og þjóðaröryggismál. Við erum að horfa núna á alls konar áföll og við stöndum í miðri baráttu við covid-veiru. Það er ekkert að fara frá okkur sá tími að við þurfum að hugsa um hver við erum og við þurfum að framleiða matinn okkar sjálf. Það er svona grundvallarfrumþörf í hverju samfélagi,“ sagði Haraldur. Nokkuð heit umræða hefur skapast að undanförnu um stöðu og afkomu sauðfjárbænda í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt mætti líta á sem ákveðinn lífsstíl. Haraldur sagði ekki koma á óvart að ummælin hafi vakið hörð viðbrögð. „Við höfum í nokkuð langan tíma séð afkomu bænda í þessari grein drabbast og þeir hafa um langan tíma verið launalausir í sínum rekstri, það herðir stöðugt að. Við megum ekki heldur gleyma að þetta er hryggsúla í byggðum margra byggðarlaga,“ segir Haraldur „Við verðum að taka þessa stöðu svolítið alvarlega. Ég fagna kannski að umræðan sé kominn á þann stað að við séum farin að átta okkur á að þetta sé veruleikinn og við getum þá farið að tala inn í framtíðina, hverju getum við breytt og hvað getum við gert. Það eru kannski ekki mörg atriði sem að við þurfum að taka utan um en þau verða mörg umdeild og þau eru að einhverju leiti sársaukafull,“ bætir hann við. Guðfinna segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir því klassíska vandamáli sem blasi víða við frumframleiðslugreinum í matvælaiðnaði, þar sem bæði bændur, afurðarstöðvar og verslun hafa litlar tekjur upp úr krafsinu. „Það er alveg rétt að það eru litlar tekjur í þessu kerfi. Við erum að framleiða frábæra vöru sem okkur finnst einhvern veginn skítt að bera ekki meira úr bítum og raunverulega bara ekki bera þannig úr bítum að við höfum ekki launagreiðslugetu á okkar búum,“ segir Guðfinna. Sú sé staðan á allflestum býlum landsins að bændur geti ekki greitt sér sæmileg laun. „Þetta er því miður þannig að í svo mörgum frumframleiðslugreinum í matvælum að það er bara ekki ásættanleg afkoma, og það er ekki bara á Íslandi,“ segir Guðfinna. Guðfinna Harpa Arnardóttir er formaður Landsambands sauðfjárbænda. „Við þurfum að hætta að horfa á matinn okkar sem dýrann og fara að horfa á hann sem verðmætan. Mat sem er framleiddur eftir ströngustu kröfum, framleiddur með dýravelferð, umhverfismál og svo framvegis í huga, við þurfum bara að vera tilbúin að greiða fyrir þessa vöru, við sem neytendur.“ Tilefni til að endurskoða eða segja upp samningi við ESB Guðfinna og Haraldur voru jafnframt spurð um afstöðu sína til núgildandi tollasamnings við Evrópusambandið. „Ég held alla veganna að reynslan sem er núna af honum, og þær breyttu forsendur sem við erum að horfa á í viðskiptum í við Evrópusambandið með útgöngu Bretlands, séu algjörlega tilefni til að endurskoða eða segja upp þessum samningi,“ svaraði Guðfinna. Haraldur tók í svipaðan streng. „Ég veit að það var frumkvæði utanríkisráðherra núverandi að endurmeta þennan samning og flagga því, eða taka upp endurskoðun hans. Það er alveg ljóst að meginmarkmið hans hafa ekki gengið eftir ef að menn bara skoða tölurnar um það hvernig hann hefur virkað, þá er algjörlega tímabært að, eins og Guðfinna Harpa er að segja, endurmeta þann samning,“ segir Haraldur sem segist til að byrja með aldrei hafa skilið forsendurnar fyrir því að gera þann samning. „Ef ég á að vitna um það sem ég hef séð mest eftir að hafa gert í pólitíkinni á þeim tíma sem ég hef setið þá var það kannski afgreiðsla búvörusamninganna í þinginu 2016 sem að múlbatt þennan tollasamning við þá afgreiðslu.
Landbúnaður Alþingi Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira