Komu til landsins í þremur flugvélum Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2020 13:55 Fólkið kom til landsins með þremur flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Ungverska flugfélagið WizzAir er eina félagið sem haldið hefur úti beinu flugi milli Póllands og Keflavíkurflugvallar síðustu daga. Vísir/vilhelm Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42