Fótbolti

Fyrr­verandi lands­liðs­mark­maður Frakk­lands er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Bruno Martini spilaði einhverja þrjátíu landsleiki fyrir Frakkland.
Bruno Martini spilaði einhverja þrjátíu landsleiki fyrir Frakkland. Getty

Bruno Martini, fyrrverandi landsliðsmarkmaður franska knattspyrnulandsliðsins, er látinn, 58 ára að aldri.

L'Equipe segir frá því að Martini hafi fengið hjartastopp fyrir um viku og andaðist á sjúkahúsi í Montpellier í nótt.

Martini hóf atvinnumannaferil sill í AJ Auxerre og spilaði með liðinu á árunum 1981 til 1995. Hann lauk ferlinum svo með Montpellier.

Martini spilaði rúma þrjátíu landsleiki með franska landsliðinu á árunum 1987 til 1996 og stóð á milli stanganna bæði á EM 1992 í Svíþjóð og svo aftur á EM 1996 í Englandi. 

Eftir að hann lagði hanskana á hilluna starfaði hann sem markmannsþjálfari franska landsliðsins.

Bæði Montpellier og Auxerre minnast Martini á samfélagsmiðlum í morgun þar sem sagt er frá því að það sé með mikilli sorg að fréttir hafi borist um andlát Martini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×