Laug til að leyna óléttu á HM eftir að liðsfélagi kjaftaði frá Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 11:01 Camilla Herrem er ólétt á þessari mynd sem tekin var á HM 2017 þar sem hún vann silfur með Noregi. Getty/Axel Heimken Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira