Hvers vegna er einelti ekki refsivert? Valgarður Reynisson skrifar 26. október 2020 13:30 Þegar opinber umræða um einelti í grunnskólum kemst í hámæli í kjölfar áberandi máls, virðast allir vera sammála um að einelti sé alvarlegt ofbeldi sem þurfi að stöðva. En samt gengur okkur illa að koma til móts við þolendur og nýlegar rannsóknir benda til þess að tilfellum fjölgi. Það er ekki til einföld skýring á því hvers vegna grunnskólum gengur illa að taka á eineltismálum en ég ætla að benda á mögulegar ástæður og gera tillögur að úrbótum. Skilningsleysi Það er mjög erfitt fyrir kennara og skólastjórnendur, sem ekki hafa upplifað einelti sjálfir, að skilja hversu alvarlegt ofbeldi er um að ræða. Algengast er að einelti sé andlegt, fari t.d. fram með útskúfun, niðurlægingu og háði. Fullorðnir einstaklingar sem reyna að setja sig í spor þolenda gætu ályktað að það sé ekki eitthvað til að kvarta yfir þótt einhver hafi uppnefnt annan nemanda á ganginum. Sumir grípa til þess að útskýra að við höfum öll ákveðna brynju sem ver okkur gegn áreiti. Kannski þurfi nemandinn bara að hætta þessari viðkvæmni. En þótt slíkar útskýringar henti kannski til að ræða ágreining milli jafningja, lýsa þær skilningsleysi á eðli eineltis. Einelti er síendurtekið áreiti eða ofbeldi sem dregur þolandann niður yfir lengri tíma. Einhvern tímann hafði hann svipað þol fyrir áreiti og jafnaldrarnir en brynjan hefur verið meitluð af honum. Að vera kallaður „ógeð“ á vinnustað þínum, í skólanum þar sem þú þarft að mæta á hverjum degi, dregur hægt og bítandi úr þolendum allt sjálfstraust og baráttuþrek. Líkt og dropinn holar stein eru þolendur orðnir bæði vanir og viðkvæmari fyrir ofbeldinu en hafa e.t.v. ekki aldur og þroska til að átta sig á hversu óeðlilegt og skemmandi ástandið er. Við það bætist félagsleg útskúfun, eignaspjöll og líkamleg ógn til fjölda ára á því æviskeiði þar sem fólk er hvað viðkvæmast félagslega. Að senda nemendur með þessa reynslu úr grunnskóla og út í lífið er ógnvænlegt. Því næstu æviskeið, framhaldsnám og atvinnulífið, krefst þess að þessir brotnu einstaklingar standi á eigin fótum, taki skynsamlegar ákvarðanir, hafi sjálfstjórn þegar kemur að vímugjöfum og verði góðir félagar í nánum samböndum. Ef fólk almennt hefði raunverulegan skilning á þessu orsakasamhengi og þeim fórnarkostnaði sem fylgir aðgerðarleysi, væri mun meira gert til þess að stöðva eineltismál þegar þau koma upp. Réttur gerenda Öll börn eiga rétt á að njóta bernsku sinnar, finna til öryggis og hljóta kennslu við sitt hæfi. Vandinn við eineltismál í grunnskólum er að þar eru tvö eða fleiri börn málsaðilar og hagsmunir þeirra stangast á. Oft með þeim hætti að erfitt þykir að leysa vandann án þess að brjóta á réttindum barns. Mál þar sem börn beita önnur börn ofbeldi eru svo tilfinningalega hlaðin og erfið að fólk á gjarnan erfitt með að hugsa um þau á hlutlægan hátt. Þá er auðveldast að gera ekki neitt og vona að vandinn leysist með auknum aldri og þroska nemenda. Til þess að flækja málin enn frekar er algengt að bæði gerendur og þolendur í eineltismálum glími við raskanir eða erfiðleika sem hafa áhrif á hvernig fullorðnir sjá málsatvik. Það getur leitt til þess að í huga starfsfólks grunnskóla séu gerendur og þolendur í eineltismálum lagðir að jöfnu. Að báðir aðilar séu börn sem þurfa aðstoð til þess að fóta sig almennilega í samfélaginu og það væri síst til bóta að refsa gerandanum með einhverjum hætti. Þess vegna sé betra að vinna með heimilinu og árganginum í heild til þess að efla félags- og samskiptafærni nemenda. Kennarar og skólastjórnendur eru oft undir miklu álagi, grunnskólar hafa lengi kallað eftir auknu fjármagni og betra aðgengi að sérfræðiþjónustu. Biðlistar eftir greiningum hjá geðlæknum og sálfræðingum eru langir og kennarar finna fyrir auknu álagi sem fylgir meira krefjandi nemendahópi en áður. Það er erfitt að varpa ábyrgðinni á lausn eineltismála á hendur starfsfólks grunnskóla sem reynir að mæta þörfum allra nemenda. Stoðþjónustan og úrræðin sem þarf til að leysa eineltismál eru ekki í boði að mati margra skólastjórnenda. Foreldrar gerenda eru oft ekki tilbúnir til þess að horfast í augu við vandann og samþykkja alls ekki að barnið þeirra verði flutt í annan skóla. Þegar eineltismál eru komin á þetta stig, að þau eru komin á borð skólastjórnenda og foreldra, hafa þau yfirleitt grasserað svo lengi undir yfirborðinu að það eru ekki bara einn eða tveir gerendur sem skapa vandann. Það er gjarnan stærri hópur sem sýnir óvild í garð þolandans, þótt einn eða tveir hafi frumkvæðið að ofbeldinu. Þess vegna er alls ekki víst að flutningur höfuðpaura úr skólanum bæti líðan þolandans mikið. Ofbeldið hefur þá varað svo lengi að það hefur mótað hegðun þolandans og viðhorf jafnaldra til hans. Það besta fyrir þolandann gæti því verið að skipta um umhverfi, fjarri gerendum og þeim minningum sem fylgja skólahúsnæðinu, jafnöldrunum og starfsfólki sem hefur brugðist honum. Ábyrgð, afleiðingar og úrræði Öfugt við annað ofbeldi hefur einelti sjaldnast alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir gerendur. Fólk er almennt sammála um að einelti sé alvarlegt ofbeldi sem getur haft mjög alvarlega afleiðingar fyrir heilsu og velferð þolenda til langframa. Í sumum tilfellum ná þolendur sér aldrei að fullu og í þeim verstu missum við unga einstaklinga í hendur vímuefnanotkunar eða sjálfsvíga. Fjölmörg dæmi eru um slíkt, líka hér á Íslandi. Gerendur í eineltismálum eru jafnframt líklegri til að beita ofbeldi síðar á lífsleiðinni, hljóta refsidóma og beita ofbeldi á nánum samböndum. Þess vegna eru betri úrræði fyrir þolendur og gerendur eineltis mikilvægt lýðheilsumál. Hins vegar er tilhugsunin um að refsa börnum sem ekki hafa náð sakhæfisaldri, t.d. með því að flytja þau í annan skóla eða meðferðarheimili ekki aðlaðandi. En það þarf ekki að refsa gerendum til þess að ná fram þeim jákvæðu áhrifum sem viðurlög við einelti gætu skilað. Að gera foreldra gerenda í eineltismálum skaðabótaskilda vegna ofbeldis ólögráða barna sinna gæti skilað mun betri árangri í þeim tilfellum þar sem skólar reyna að leysa eineltismál með samvinnu heimilis og skóla. Enn betri árangri gæti skilað að gera skóla/sveitarfélag ábyrgt fyrir því einelti sem nemendur hafa þurft að þola innan veggja stofnunar sem þeim er skylt að sækja. Samkvæmt lögum um grunnskóla hafa allir nemendur rétt á að finna til öryggis og njóta hæfileika sinna. Það er hins vegar almenn vitneskja að í hverjum einasta árgangi og flestöllum skólum landsins eru nemendur sem eru beittir alvarlegu ofbeldi. Ef skólar/sveitarfélög verða gerð ábyrg, t.d. fjárhagslega, fyrir því ofbeldi sem þar viðgengst yrði það mikilvægur hvati til þess að taka eineltismálin traustari tökum. Þessi umræða hefur varað lengi og þær tillögur sem hér eru gerðar hafa heyrst áður. Vonandi skila nýjar áherslur menntamálaráðherra og vinna fagráðs eineltismála sér í raunverulegum úrbótum. Leiðbeiningar og upplýsingagjöf eru plástrar sem taka ekki á rót vandans. Ef enginn þarf að sæta ábyrgð vegna ofbeldisins situr þolandinn uppi með skömmina, reiðina og skaðann. Þolandinn verður að burðast með myllustein í gegnum lífið og redda sér sjálfur. Ef enginn verður látinn sæta ábyrgð á vandanum verður hann ekki leystur. Höfundur er kennari, doktorsnemi og þolandi eineltis í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar opinber umræða um einelti í grunnskólum kemst í hámæli í kjölfar áberandi máls, virðast allir vera sammála um að einelti sé alvarlegt ofbeldi sem þurfi að stöðva. En samt gengur okkur illa að koma til móts við þolendur og nýlegar rannsóknir benda til þess að tilfellum fjölgi. Það er ekki til einföld skýring á því hvers vegna grunnskólum gengur illa að taka á eineltismálum en ég ætla að benda á mögulegar ástæður og gera tillögur að úrbótum. Skilningsleysi Það er mjög erfitt fyrir kennara og skólastjórnendur, sem ekki hafa upplifað einelti sjálfir, að skilja hversu alvarlegt ofbeldi er um að ræða. Algengast er að einelti sé andlegt, fari t.d. fram með útskúfun, niðurlægingu og háði. Fullorðnir einstaklingar sem reyna að setja sig í spor þolenda gætu ályktað að það sé ekki eitthvað til að kvarta yfir þótt einhver hafi uppnefnt annan nemanda á ganginum. Sumir grípa til þess að útskýra að við höfum öll ákveðna brynju sem ver okkur gegn áreiti. Kannski þurfi nemandinn bara að hætta þessari viðkvæmni. En þótt slíkar útskýringar henti kannski til að ræða ágreining milli jafningja, lýsa þær skilningsleysi á eðli eineltis. Einelti er síendurtekið áreiti eða ofbeldi sem dregur þolandann niður yfir lengri tíma. Einhvern tímann hafði hann svipað þol fyrir áreiti og jafnaldrarnir en brynjan hefur verið meitluð af honum. Að vera kallaður „ógeð“ á vinnustað þínum, í skólanum þar sem þú þarft að mæta á hverjum degi, dregur hægt og bítandi úr þolendum allt sjálfstraust og baráttuþrek. Líkt og dropinn holar stein eru þolendur orðnir bæði vanir og viðkvæmari fyrir ofbeldinu en hafa e.t.v. ekki aldur og þroska til að átta sig á hversu óeðlilegt og skemmandi ástandið er. Við það bætist félagsleg útskúfun, eignaspjöll og líkamleg ógn til fjölda ára á því æviskeiði þar sem fólk er hvað viðkvæmast félagslega. Að senda nemendur með þessa reynslu úr grunnskóla og út í lífið er ógnvænlegt. Því næstu æviskeið, framhaldsnám og atvinnulífið, krefst þess að þessir brotnu einstaklingar standi á eigin fótum, taki skynsamlegar ákvarðanir, hafi sjálfstjórn þegar kemur að vímugjöfum og verði góðir félagar í nánum samböndum. Ef fólk almennt hefði raunverulegan skilning á þessu orsakasamhengi og þeim fórnarkostnaði sem fylgir aðgerðarleysi, væri mun meira gert til þess að stöðva eineltismál þegar þau koma upp. Réttur gerenda Öll börn eiga rétt á að njóta bernsku sinnar, finna til öryggis og hljóta kennslu við sitt hæfi. Vandinn við eineltismál í grunnskólum er að þar eru tvö eða fleiri börn málsaðilar og hagsmunir þeirra stangast á. Oft með þeim hætti að erfitt þykir að leysa vandann án þess að brjóta á réttindum barns. Mál þar sem börn beita önnur börn ofbeldi eru svo tilfinningalega hlaðin og erfið að fólk á gjarnan erfitt með að hugsa um þau á hlutlægan hátt. Þá er auðveldast að gera ekki neitt og vona að vandinn leysist með auknum aldri og þroska nemenda. Til þess að flækja málin enn frekar er algengt að bæði gerendur og þolendur í eineltismálum glími við raskanir eða erfiðleika sem hafa áhrif á hvernig fullorðnir sjá málsatvik. Það getur leitt til þess að í huga starfsfólks grunnskóla séu gerendur og þolendur í eineltismálum lagðir að jöfnu. Að báðir aðilar séu börn sem þurfa aðstoð til þess að fóta sig almennilega í samfélaginu og það væri síst til bóta að refsa gerandanum með einhverjum hætti. Þess vegna sé betra að vinna með heimilinu og árganginum í heild til þess að efla félags- og samskiptafærni nemenda. Kennarar og skólastjórnendur eru oft undir miklu álagi, grunnskólar hafa lengi kallað eftir auknu fjármagni og betra aðgengi að sérfræðiþjónustu. Biðlistar eftir greiningum hjá geðlæknum og sálfræðingum eru langir og kennarar finna fyrir auknu álagi sem fylgir meira krefjandi nemendahópi en áður. Það er erfitt að varpa ábyrgðinni á lausn eineltismála á hendur starfsfólks grunnskóla sem reynir að mæta þörfum allra nemenda. Stoðþjónustan og úrræðin sem þarf til að leysa eineltismál eru ekki í boði að mati margra skólastjórnenda. Foreldrar gerenda eru oft ekki tilbúnir til þess að horfast í augu við vandann og samþykkja alls ekki að barnið þeirra verði flutt í annan skóla. Þegar eineltismál eru komin á þetta stig, að þau eru komin á borð skólastjórnenda og foreldra, hafa þau yfirleitt grasserað svo lengi undir yfirborðinu að það eru ekki bara einn eða tveir gerendur sem skapa vandann. Það er gjarnan stærri hópur sem sýnir óvild í garð þolandans, þótt einn eða tveir hafi frumkvæðið að ofbeldinu. Þess vegna er alls ekki víst að flutningur höfuðpaura úr skólanum bæti líðan þolandans mikið. Ofbeldið hefur þá varað svo lengi að það hefur mótað hegðun þolandans og viðhorf jafnaldra til hans. Það besta fyrir þolandann gæti því verið að skipta um umhverfi, fjarri gerendum og þeim minningum sem fylgja skólahúsnæðinu, jafnöldrunum og starfsfólki sem hefur brugðist honum. Ábyrgð, afleiðingar og úrræði Öfugt við annað ofbeldi hefur einelti sjaldnast alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir gerendur. Fólk er almennt sammála um að einelti sé alvarlegt ofbeldi sem getur haft mjög alvarlega afleiðingar fyrir heilsu og velferð þolenda til langframa. Í sumum tilfellum ná þolendur sér aldrei að fullu og í þeim verstu missum við unga einstaklinga í hendur vímuefnanotkunar eða sjálfsvíga. Fjölmörg dæmi eru um slíkt, líka hér á Íslandi. Gerendur í eineltismálum eru jafnframt líklegri til að beita ofbeldi síðar á lífsleiðinni, hljóta refsidóma og beita ofbeldi á nánum samböndum. Þess vegna eru betri úrræði fyrir þolendur og gerendur eineltis mikilvægt lýðheilsumál. Hins vegar er tilhugsunin um að refsa börnum sem ekki hafa náð sakhæfisaldri, t.d. með því að flytja þau í annan skóla eða meðferðarheimili ekki aðlaðandi. En það þarf ekki að refsa gerendum til þess að ná fram þeim jákvæðu áhrifum sem viðurlög við einelti gætu skilað. Að gera foreldra gerenda í eineltismálum skaðabótaskilda vegna ofbeldis ólögráða barna sinna gæti skilað mun betri árangri í þeim tilfellum þar sem skólar reyna að leysa eineltismál með samvinnu heimilis og skóla. Enn betri árangri gæti skilað að gera skóla/sveitarfélag ábyrgt fyrir því einelti sem nemendur hafa þurft að þola innan veggja stofnunar sem þeim er skylt að sækja. Samkvæmt lögum um grunnskóla hafa allir nemendur rétt á að finna til öryggis og njóta hæfileika sinna. Það er hins vegar almenn vitneskja að í hverjum einasta árgangi og flestöllum skólum landsins eru nemendur sem eru beittir alvarlegu ofbeldi. Ef skólar/sveitarfélög verða gerð ábyrg, t.d. fjárhagslega, fyrir því ofbeldi sem þar viðgengst yrði það mikilvægur hvati til þess að taka eineltismálin traustari tökum. Þessi umræða hefur varað lengi og þær tillögur sem hér eru gerðar hafa heyrst áður. Vonandi skila nýjar áherslur menntamálaráðherra og vinna fagráðs eineltismála sér í raunverulegum úrbótum. Leiðbeiningar og upplýsingagjöf eru plástrar sem taka ekki á rót vandans. Ef enginn þarf að sæta ábyrgð vegna ofbeldisins situr þolandinn uppi með skömmina, reiðina og skaðann. Þolandinn verður að burðast með myllustein í gegnum lífið og redda sér sjálfur. Ef enginn verður látinn sæta ábyrgð á vandanum verður hann ekki leystur. Höfundur er kennari, doktorsnemi og þolandi eineltis í grunnskóla.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun