Hælisleitendur á Ásbrú segjast sveltir og frelsissviptir Vésteinn Örn Pétursson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 26. október 2020 17:30 Þessi mynd var tekin á Austurvelli á síðasta ári, þegar slæmum aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda hér á landi var mótmælt. Vísir/Vilhelm Hælisleitendur á Ásbrú lýsa slæmum aðbúnaði þar. Þeir segja að þeim hafi verið meinað að yfirgefa herbergi sín og neitað um mat. Útlendingastofnun hafnar málflutningi þeirra að mestu. Hælisleitendur gagnrýna aðbúnað á Ásbrú harðlega í færslu sem birt var á Facebook-síðunni Refugees in Iceland (ísl. Flóttamenn á Íslandi) í dag. Því er haldið fram í færslunni að frá því að hertar sóttvarnaaðgerðir hafi tekið gildi á Ásbrú fyrir um viku síðan hafi frelsi hælisleitendanna sem þar dvelja verið takmarkað enn meira en áður. „Við fáum ekki að yfirgefa herbergin okkar án þess að bera grímu. Útlendingastofnun gaf okkur EINA GRÍMU á mann. Grímurnar eru EINNOTA. Þau vilja að við berum þær yfir nokkurra daga tímabil. […] Það eru dæmi um að fólk, sem týnt hefur grímum sínum eða hent þeim, hafi ekki fengið að fá nýja og ekki fengið að yfirgefa herbergi sín,“ segir í færslu Refugees in Iceland. „Einn mannanna sem er með sykursýki týndi einnota grímunni sinni og öryggisgæslan hér á Ásbrú HEFUR NEITAÐ HONUM UM MAT Í ÞRJÁ DAGA. Þau neita honum líka um nýja grímu.“ Þá er því haldið fram í færslunni að sameiginlegum rýmum hafi verið lokað af sóttvarnaástæðum. Mat sé þess í stað úthlutað á milli 12-13 og 18-19. „Ef við komum ekki að ná í matinn okkar á tilskildum tíma fáum við engan mat,“ segir í færslunni. Því er einnig lýst að hælisleitendur á Ásbrú búi þröngt og andlegt ástand margra sé slæmt. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er alltaf ömurlegt að heyra“ Elínborg Harpa Önundardóttir, meðlimur No Borders á Íslandi, segir í samtali við fréttastofu að fregnir af slæmum aðbúnaði hælisleitenda komi alltaf jafn mikið á óvart, að því leyti að alltaf sé jafn ömurlegt að fá slíkar fregnir. „Þetta er alltaf ömurlegt að heyra. Það er mjög erfitt að skilja af hverju einstaklingi væri neitað um mat í þrjá daga, af hverju það væri ekki fundin leið í kring um það ef hann mátti ekki fara út úr herberginu án grímu. Var ekki hægt að skilja matinn eftir fyrir utan? Af hverju var ekki reynt að vinna í kring um aðstæðurnar?“ spyr Elínborg. Hún segir málið þó ekki vera einsdæmi. „Á sama tíma erum við að heyra, trekk í trekk, sögur og frásagnir af vinnubrögðum Útlendingastofnunar, sérstaklega í kring um Ásbrú, þar sem eru tvær lokaðar búðir fyrir flóttamenn.“ Hún segir að sögur af þessum toga ættu því í raun að vera hættar að koma á óvart. „Kannski þegar maður hættir að vera hissa verður hægt að gera eitthvað í málunum,“ segir Elínborg. Hún segir No Borders hyggja á að reyna að bæta aðbúnað á Ásbrú og bendir á að Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hafi farið með grímur þangað fyrr í dag. Elínborg Harpa segir fréttir af slæmum skilyrðum hælisleitenda alltaf koma á óvart, í þeim skilningi að þær séu alltaf ömurlegar.Vísir Segja engum neitað um matarbakka Útlendingastofnun hafnar að mestu því sem fram kemur í færslu Refugees in Iceland í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fram kemur í svari Þórhildar Hagalín upplýsingafulltrúa stofnunarinnar að þurft hafi að grípa til hertra sóttvarnaráðstafana hjá stofnuninni eftir að tveggja metra reglan tók gildi á öllu landinu í síðustu viku. „Vegna aðbúnaðar í tveimur úrræðum stofnunarinnar á Ásbrú, þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni í sameiginlegum eldhúsum, var ákveðið að kaupa tímabundið matarbakka fyrir þá sem þar dvelja. Til sambærilegra ráðstafana var gripið á meðan tveggja metra reglan var í gildi í vor til að draga úr smithættu í úrræðunum,“ segir í svari Þórhildar. Umsækjendum um vernd sem dvelja á Ásbrú sé nú séð fyrir tveimur máltíðum á dag. Engum sé neitað um matarbakka, „hvorki fyrir að bera ekki grímu við úthlutun né fyrir að sækja matinn eftir auglýstan tíma, og öllum er frjálst að fara út úr húsi að vild.“ Þá sé íbúum úrræðanna á Ásbrú ekki skylt að bera grímur í sameiginlegum rýmum en til þess hafi verið mælst að þeir beri grímur á meðan matarbökkum er úthlutað, sem og þegar þeir umgangist aðra innan úrræðis án þess að geta viðhaft tveggja metra fjarlægð. „Íbúarnir geta nálgast grímur hjá öryggisvörðum eða starfsmanni Útlendingastofnunar eftir þörfum og er þeim jafnframt séð fyrir handspritti og handsápu,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Þá er tekið fram að ráðstafanirnar sem raktar eru hér að ofan séu nýtilkomnar og alltaf geti komið upp misskilningur, sérstaklega þar sem margir dvelja í einu. „Þessar sóttvarnaráðstafanir mælast eðlilega misvel fyrir enda draga þær úr möguleikum umsækjenda til að stýra sínu daglega líf eins og eðlilegast væri. Eins getur alltaf komið upp misskilningur milli manna ekki síst í úrræðum þar sem margir dvelja. Stofnunin gerir sitt besta til að leiðrétta allan misskilning en þessar ráðstafanir eru nýtilkomnar. Engu að síður er nauðsynlegt að grípa til allra þeirra ráðstafana sem geta dregið úr hættunni á smiti í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd sem eru í viðkvæmri stöðu.“ Hælisleitendur Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hælisleitendur á Ásbrú lýsa slæmum aðbúnaði þar. Þeir segja að þeim hafi verið meinað að yfirgefa herbergi sín og neitað um mat. Útlendingastofnun hafnar málflutningi þeirra að mestu. Hælisleitendur gagnrýna aðbúnað á Ásbrú harðlega í færslu sem birt var á Facebook-síðunni Refugees in Iceland (ísl. Flóttamenn á Íslandi) í dag. Því er haldið fram í færslunni að frá því að hertar sóttvarnaaðgerðir hafi tekið gildi á Ásbrú fyrir um viku síðan hafi frelsi hælisleitendanna sem þar dvelja verið takmarkað enn meira en áður. „Við fáum ekki að yfirgefa herbergin okkar án þess að bera grímu. Útlendingastofnun gaf okkur EINA GRÍMU á mann. Grímurnar eru EINNOTA. Þau vilja að við berum þær yfir nokkurra daga tímabil. […] Það eru dæmi um að fólk, sem týnt hefur grímum sínum eða hent þeim, hafi ekki fengið að fá nýja og ekki fengið að yfirgefa herbergi sín,“ segir í færslu Refugees in Iceland. „Einn mannanna sem er með sykursýki týndi einnota grímunni sinni og öryggisgæslan hér á Ásbrú HEFUR NEITAÐ HONUM UM MAT Í ÞRJÁ DAGA. Þau neita honum líka um nýja grímu.“ Þá er því haldið fram í færslunni að sameiginlegum rýmum hafi verið lokað af sóttvarnaástæðum. Mat sé þess í stað úthlutað á milli 12-13 og 18-19. „Ef við komum ekki að ná í matinn okkar á tilskildum tíma fáum við engan mat,“ segir í færslunni. Því er einnig lýst að hælisleitendur á Ásbrú búi þröngt og andlegt ástand margra sé slæmt. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er alltaf ömurlegt að heyra“ Elínborg Harpa Önundardóttir, meðlimur No Borders á Íslandi, segir í samtali við fréttastofu að fregnir af slæmum aðbúnaði hælisleitenda komi alltaf jafn mikið á óvart, að því leyti að alltaf sé jafn ömurlegt að fá slíkar fregnir. „Þetta er alltaf ömurlegt að heyra. Það er mjög erfitt að skilja af hverju einstaklingi væri neitað um mat í þrjá daga, af hverju það væri ekki fundin leið í kring um það ef hann mátti ekki fara út úr herberginu án grímu. Var ekki hægt að skilja matinn eftir fyrir utan? Af hverju var ekki reynt að vinna í kring um aðstæðurnar?“ spyr Elínborg. Hún segir málið þó ekki vera einsdæmi. „Á sama tíma erum við að heyra, trekk í trekk, sögur og frásagnir af vinnubrögðum Útlendingastofnunar, sérstaklega í kring um Ásbrú, þar sem eru tvær lokaðar búðir fyrir flóttamenn.“ Hún segir að sögur af þessum toga ættu því í raun að vera hættar að koma á óvart. „Kannski þegar maður hættir að vera hissa verður hægt að gera eitthvað í málunum,“ segir Elínborg. Hún segir No Borders hyggja á að reyna að bæta aðbúnað á Ásbrú og bendir á að Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hafi farið með grímur þangað fyrr í dag. Elínborg Harpa segir fréttir af slæmum skilyrðum hælisleitenda alltaf koma á óvart, í þeim skilningi að þær séu alltaf ömurlegar.Vísir Segja engum neitað um matarbakka Útlendingastofnun hafnar að mestu því sem fram kemur í færslu Refugees in Iceland í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fram kemur í svari Þórhildar Hagalín upplýsingafulltrúa stofnunarinnar að þurft hafi að grípa til hertra sóttvarnaráðstafana hjá stofnuninni eftir að tveggja metra reglan tók gildi á öllu landinu í síðustu viku. „Vegna aðbúnaðar í tveimur úrræðum stofnunarinnar á Ásbrú, þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni í sameiginlegum eldhúsum, var ákveðið að kaupa tímabundið matarbakka fyrir þá sem þar dvelja. Til sambærilegra ráðstafana var gripið á meðan tveggja metra reglan var í gildi í vor til að draga úr smithættu í úrræðunum,“ segir í svari Þórhildar. Umsækjendum um vernd sem dvelja á Ásbrú sé nú séð fyrir tveimur máltíðum á dag. Engum sé neitað um matarbakka, „hvorki fyrir að bera ekki grímu við úthlutun né fyrir að sækja matinn eftir auglýstan tíma, og öllum er frjálst að fara út úr húsi að vild.“ Þá sé íbúum úrræðanna á Ásbrú ekki skylt að bera grímur í sameiginlegum rýmum en til þess hafi verið mælst að þeir beri grímur á meðan matarbökkum er úthlutað, sem og þegar þeir umgangist aðra innan úrræðis án þess að geta viðhaft tveggja metra fjarlægð. „Íbúarnir geta nálgast grímur hjá öryggisvörðum eða starfsmanni Útlendingastofnunar eftir þörfum og er þeim jafnframt séð fyrir handspritti og handsápu,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Þá er tekið fram að ráðstafanirnar sem raktar eru hér að ofan séu nýtilkomnar og alltaf geti komið upp misskilningur, sérstaklega þar sem margir dvelja í einu. „Þessar sóttvarnaráðstafanir mælast eðlilega misvel fyrir enda draga þær úr möguleikum umsækjenda til að stýra sínu daglega líf eins og eðlilegast væri. Eins getur alltaf komið upp misskilningur milli manna ekki síst í úrræðum þar sem margir dvelja. Stofnunin gerir sitt besta til að leiðrétta allan misskilning en þessar ráðstafanir eru nýtilkomnar. Engu að síður er nauðsynlegt að grípa til allra þeirra ráðstafana sem geta dregið úr hættunni á smiti í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd sem eru í viðkvæmri stöðu.“
Hælisleitendur Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda