Kerfisþolinn Jón Pétursson skrifar 28. október 2020 20:16 Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar