Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 18:34 Löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Vísir/Þórdís Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“ Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“
Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira