Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 18:34 Löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Vísir/Þórdís Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“ Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“
Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira