Smellumelir og popúlístar Svanur Guðmundsson skrifar 29. október 2020 20:45 Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun