Helga og Sveinn til Orkídeu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 13:52 Helga Gunnlaugsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson. Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. Orkídea er samstarfsverkefni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjunar, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýsköpun á Suðurlandi. Þá hefur Helga Gunnlaugsdóttir verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri verkefnisins. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög ánægjulegt. Hér á Suðurlandi er mikil reynsla af hátæknimatvælaframleiðslu og öflugir frumkvöðlar sem ég hlakka mjög til að vinna með. Okkur eru allir vegir færir,“ segir Sveinn í tilkynningu. Sveinn starfaði áður meðal annars sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri um uppbyggingu ylræktar á Hellisheiði, framkvæmdastjóri Starfsafls starfsmenntasjóðs, skólameistari Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum s.s. í stjórn Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands og tekið þátt fjölmörgum verkefnum á sviði náttúrunýtingar og ylræktar. Sveinn útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf, Ph.D., í plöntulífeðlisfræði frá Lundi í Svíþjóð, docent titil við sænska landbúnaðarháskólann og M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Helga hefur starfað hjá Matís í 14 ár þar sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem tengjast nýsköpun og rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og lýðheilsu. Helga hefur verið gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frá 2012. Helga er með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í matvælafræði frá Tækniháskólanum í Nova Scotia í Kanada og doktorspróf í matvælaverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. „Ég hef mikinn áhuga á að gera íslenska matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku og stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi og hlakka mikið til að beita þekkingu minni og reynslu við að takast á við ný verkefni. Ég tel að Ísland eigi mikla möguleika á að takast á við samfélagslegar áskoranir sem tengjast fæðuöryggi, sjálfbærni og umhverfismálum með aukinni nýtingu á grænni orku og vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða,“ segir Helga. Vistaskipti Nýsköpun Landsvirkjun Landbúnaður Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. Orkídea er samstarfsverkefni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjunar, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýsköpun á Suðurlandi. Þá hefur Helga Gunnlaugsdóttir verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri verkefnisins. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög ánægjulegt. Hér á Suðurlandi er mikil reynsla af hátæknimatvælaframleiðslu og öflugir frumkvöðlar sem ég hlakka mjög til að vinna með. Okkur eru allir vegir færir,“ segir Sveinn í tilkynningu. Sveinn starfaði áður meðal annars sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri um uppbyggingu ylræktar á Hellisheiði, framkvæmdastjóri Starfsafls starfsmenntasjóðs, skólameistari Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum s.s. í stjórn Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands og tekið þátt fjölmörgum verkefnum á sviði náttúrunýtingar og ylræktar. Sveinn útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf, Ph.D., í plöntulífeðlisfræði frá Lundi í Svíþjóð, docent titil við sænska landbúnaðarháskólann og M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Helga hefur starfað hjá Matís í 14 ár þar sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem tengjast nýsköpun og rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og lýðheilsu. Helga hefur verið gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frá 2012. Helga er með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í matvælafræði frá Tækniháskólanum í Nova Scotia í Kanada og doktorspróf í matvælaverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. „Ég hef mikinn áhuga á að gera íslenska matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku og stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi og hlakka mikið til að beita þekkingu minni og reynslu við að takast á við ný verkefni. Ég tel að Ísland eigi mikla möguleika á að takast á við samfélagslegar áskoranir sem tengjast fæðuöryggi, sjálfbærni og umhverfismálum með aukinni nýtingu á grænni orku og vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða,“ segir Helga.
Vistaskipti Nýsköpun Landsvirkjun Landbúnaður Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira