MIFF fordæmir útgáfu og sölu hatursrits gegn helförinni Stjórn MIFF skrifar 30. október 2020 14:00 MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar. Bandaríkjamenn brenna nasistavarning árið 1945 í Köln. Mynd úr kvikmyndasafni. Í nýrri útgáfu Bókatíðinda má finna kynningu á íslenskri þýðingu bókarinnar „The Hoax of the Twentieth Century“. Bókin er grundvallarrit þeirra sem afneita helförinni og hefur haft mikil áhrif á uppgang hugmyndarinnar undanfarna áratugi. Hún byggir á samsæriskenningu þess efnis að öll sönnunargögn um helförina hafi verið fölsuð af Gyðingum til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar. Um er að ræða gríðarlegt magn sönnunargagna, þar á meðal ljósmyndir, nafnalista, ættartré og efnislegar eigur fórnarlamba, sem ómögulegt væri að falsa. Útgefandi bókarinnar er maður að nafni Björn Jónsson. Fyrr á árinu mætti hann á minningarathöfn um helförina í pólska sendiráðinu. Á einum tímapunkti stóð hann upp í ásýnd viðstaddra og þrætti fyrir það að helförin hafi átt sér stað. Það væri óskandi að opin umræða og mótrök myndu nægja til að kveða niður slíkan rógburð, en reynslan hefur leitt annað í ljós. Flestir þeirra sem afneita helförinni hundsa öll mótrök og sönnunargögn, sama hversu borðleggjandi þau kunna að vera. Á Íslandi er tjáningarfrelsi lögfest, en að sama skapi er hatursorðræða ólögleg. Undir hatursorðræðu fellur öll hvatning til ofbeldis gegn hópum fólks. Það eru ýmsir sem vilja meina að helfararafneitun feli ekki í sér hatursorðræðu og að hún sé einfaldlega hluti „heilbrigðra skoðanaskipta um mannkynssöguna“. En hatursorðræða ætti að vera skilgreind sem annað og meira en bein hvatning til ofbeldis. Það ber að skoða öll ummæli í samhengi við aðrar skoðanir þess sem þau viðhefur. Þegar helfararafneitun er skoðuð í hinu stærra samhengi er niðurstaðan skýr: Eina mögulega ástæða þess að einhver geri helfararafneitun að sínu helsta kappsmáli er sú að viðkomandi vill stofna Gyðingum í hættu. Fjölmörg Evrópulönd hafa komist að þessari niðurstöðu og gert alla tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Stjórn MIFF þykir það til háborinnar skammar að Ísland sé ekki á meðal þeirra ríkja. Það verður ekki vanmetið hversu særandi slík tjáning er fyrir afkomendur og skyldmenni þeirra sem létu lífið í helförinni. Þau þurfa ekki aðeins að búa stöðugt við sorgina eftir þetta mesta ódæði 20. aldarinnar, heldur þurfa þau reglulega að horfast í augu við tjáningu sem gerir lítið úr þjáningu þeirra. Í samfélagi sem á að byggjast á mannréttindum og jafnrétti er einfaldlega ekki boðlegt að gera lítið úr harmi annara á þennan hátt. Þótt tjáning helfararafneitunar sé ekki ólögleg í augnablikinu er ekki þar með sagt að ekkert verði að gert. Það er okkar von að Félag íslenskra bókaútgefenda finni það hjá sér að fordæma þessa útgáfu með afgerandi hætti. Einnig tökum við undir nýlega áskorun sagnfræðinga til bóksala1 og skorum á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu þessarar bókar. Stjórn MIFF vill auk þess hvetja íslenska löggjafarvaldið til að beita sér fyrir því að gera alla opinbera tjáningu helfararafneitunar ólöglega. Fyrir hönd MIFF á Íslandi: Elva Ósk Wiium, Finnur Thorlacius Eiríksson, Ívar Halldórsson, Ómar Þorsteinsson og Hrefna Rós Wiium. Heimild
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar