Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2020 22:12 Bobby Fischer umkringdur mannfjölda við bakdyr Laugardalshallar sumarið 1972. Einkalífvörður Fischers, Sæmundur Pálsson, gætir skákmeistarans ásamt öðrum íslenskum lögreglumönnum. Getty Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nærri hálfri öld eftir að Fischer sigraði Boris Spasskí í Laugardalshöll hefur þáverandi forseti Skáksambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, sent frá sér bókina Einvígi allra tíma. Guðmundur G. Þórarinsson við skjöldinn á Laugardalshöll, eina minnismerkið í Reykjavík um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís árið 1972.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Guðmundur segist þó aldrei hafa ætlað sér að skrifa bók um einvígið en segir þýska sjónvarpsmenn hafa talið sér hughvarf. „Þú verður að skrifa um þetta. Þú getur ekki borið ábyrgð á því að þessar sögur, og allt það sem gerðist, gleymist.“ Fischer lentur á 64 breiddarbaug til að taka þátt í einvíginu. Friðrik Ólafsson í dyrum DC-8 þotu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli.Daily Mirror/Getty En Guðmundur opinberar líka margt í undarlegu lífi Fischers sem ekki hefur verið á almanna vitorði, eins og það að hann var að öllum líkindum sonur ungversks stærðfræðings, Paul Felix Nemenyi, en ekki sonur Hans Gerhardt Fischers, þess sem móðir Fischers, Regina Wender, var gift og skráður var faðir hans. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 sem efasemdir vöknuðu um faðernið þegar leyniskýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem njósnaði um móður Fischers, voru opnaðar. Skrifaði Fischer töluna 64 inn í nafnið sitt? Þar mátti sjá að nær útilokað var að Hans Gerhardt Fischer væri faðirinn enda búsettur í öðru landi og skilinn að skiptum við eiginkonuna, sem átti í ástarsambandi við ungverska stærðfræðinginn. Guðmundur vekur athygli á því hvernig talan 64 markar örlög Fischers. Þannig megi lesa töluna 64 úr undirskrift hans, þegar tveir síðustu stafirnir eru skoðaðir í nafninu Bobby. Hér sést greinilega talan 64. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt. Fischer deyr 64 ára gamall. Hann helgar allt líf sitt 64 reitum á skákborðinu. Hann verður heimsmeistari á 64 breiddargráðu. Hann deyr á 64 breiddargráðu. Hann er jarðaður á 64 breiddargráðu.“ Gröf Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Hann lést 64 ára gamall, á 64 breiddargráðu og hvílir á 64 breiddargráðu. Hann helgaði líf sitt 64 reitum skákborðsins og varð heimsmeistari á 64 breiddargráðu.Mynd/Vísir. Guðmundur vill þó ekki meina að Fischer hafi sjálfur stýrt þessu. „Hann réð því nú eiginlega ekki að hann yrði heimsmeistari á 64 breiddargráðu því það voru Rússarnir sem heimtuðu að tefla á Íslandi. Þannig að ég hallast nú að því að þetta séu svona undarlegar tilviljanir almættisins,“ segir Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Það er til marks um alþjóðlega frægð einvígisins að í fyrra, nærri hálfri öld síðar, var nýtt leikrit um það frumsýnt í London, eins og sjá má í þessari frétt: Hér má sjá þegar Boris Spasskí lagði blómsveig að leiði Fischers skömmu eftir andlát hans árið 2008. Þar spurði Spasskí hvort það væri laust legstæði fyrir sig við hlið Fischers: Skák Bobby Fischer Reykjavík Árborg Bókmenntir Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nærri hálfri öld eftir að Fischer sigraði Boris Spasskí í Laugardalshöll hefur þáverandi forseti Skáksambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, sent frá sér bókina Einvígi allra tíma. Guðmundur G. Þórarinsson við skjöldinn á Laugardalshöll, eina minnismerkið í Reykjavík um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís árið 1972.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Guðmundur segist þó aldrei hafa ætlað sér að skrifa bók um einvígið en segir þýska sjónvarpsmenn hafa talið sér hughvarf. „Þú verður að skrifa um þetta. Þú getur ekki borið ábyrgð á því að þessar sögur, og allt það sem gerðist, gleymist.“ Fischer lentur á 64 breiddarbaug til að taka þátt í einvíginu. Friðrik Ólafsson í dyrum DC-8 þotu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli.Daily Mirror/Getty En Guðmundur opinberar líka margt í undarlegu lífi Fischers sem ekki hefur verið á almanna vitorði, eins og það að hann var að öllum líkindum sonur ungversks stærðfræðings, Paul Felix Nemenyi, en ekki sonur Hans Gerhardt Fischers, þess sem móðir Fischers, Regina Wender, var gift og skráður var faðir hans. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 sem efasemdir vöknuðu um faðernið þegar leyniskýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem njósnaði um móður Fischers, voru opnaðar. Skrifaði Fischer töluna 64 inn í nafnið sitt? Þar mátti sjá að nær útilokað var að Hans Gerhardt Fischer væri faðirinn enda búsettur í öðru landi og skilinn að skiptum við eiginkonuna, sem átti í ástarsambandi við ungverska stærðfræðinginn. Guðmundur vekur athygli á því hvernig talan 64 markar örlög Fischers. Þannig megi lesa töluna 64 úr undirskrift hans, þegar tveir síðustu stafirnir eru skoðaðir í nafninu Bobby. Hér sést greinilega talan 64. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt. Fischer deyr 64 ára gamall. Hann helgar allt líf sitt 64 reitum á skákborðinu. Hann verður heimsmeistari á 64 breiddargráðu. Hann deyr á 64 breiddargráðu. Hann er jarðaður á 64 breiddargráðu.“ Gröf Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Hann lést 64 ára gamall, á 64 breiddargráðu og hvílir á 64 breiddargráðu. Hann helgaði líf sitt 64 reitum skákborðsins og varð heimsmeistari á 64 breiddargráðu.Mynd/Vísir. Guðmundur vill þó ekki meina að Fischer hafi sjálfur stýrt þessu. „Hann réð því nú eiginlega ekki að hann yrði heimsmeistari á 64 breiddargráðu því það voru Rússarnir sem heimtuðu að tefla á Íslandi. Þannig að ég hallast nú að því að þetta séu svona undarlegar tilviljanir almættisins,“ segir Guðmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Það er til marks um alþjóðlega frægð einvígisins að í fyrra, nærri hálfri öld síðar, var nýtt leikrit um það frumsýnt í London, eins og sjá má í þessari frétt: Hér má sjá þegar Boris Spasskí lagði blómsveig að leiði Fischers skömmu eftir andlát hans árið 2008. Þar spurði Spasskí hvort það væri laust legstæði fyrir sig við hlið Fischers:
Skák Bobby Fischer Reykjavík Árborg Bókmenntir Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30