Ósvífni Arnór Steinn Ívarsson skrifar 3. nóvember 2020 14:00 Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun