Sköpum skemmtilegri foreldra! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun