Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 13:30 Stuðningsmenn Trumps eru margir hverjir eldheitir og sannfærðir í trú sinni á forsetann. Aaron P. Bernstein/Getty Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira