Hugmyndafræði hjúkrunarheimila - Líf sem vert er að lifa Björn Bjarki Þorsteinsson og Halldór S. Guðmundsson skrifa 9. nóvember 2020 14:00 Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun