Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:28 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi prófana. Niðurstöður sem birtar voru í fyrradag benda til þess að efnið veiti 90% vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01
Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58