Ná ekki saman um notkun hraðprófa til að liðka fyrir ferðalögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2020 13:10 Lufthansa er á meðal þeirra flugfélaga sem nýtt hafa sér hraðprófin í innanlandsflugi. Vísir/Gettt Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna. Evrópsk flugfélög hafa gert sér vonir um að slíkar reglur geti litið dagsins ljós svo liðka megi fyrir ferðalögum á milli landa í álfunni. Reuters greinir frá og hefur upplýsingarnar upp úr minnisblaði frá þýskum stjórnvöldum sem fara nú með formennsku í leiðtogaráði ESB. Í frétt Reuters segir að evrópsk flugfélög hafi þrýst á stjórvöld víða í álfunni að finna aðrar leiðir en þær að leggja bann við ferðalögum á milli landi. Hafa þau þar litið til svokallaðra hraðprófa sem greina kórónuveiruna á andartaki. Slík próf eru þó ekki jafn áreiðanleg og svokallaðar PCR-skimanir, líkt og þær sem notaðar eru hér á landi þegar smit eru greind. Þýska flugfélagið Lufthansa og ítalska flugfélagið AirItalia eru sögð vera þau flugfélög sem helst þrýsti á sameiginlegar reglur um hraðpróf en ýmis flugfélög hafa notað þau í innanlandsflugi í Evrópu, þar sem aðeins þeim sem greinast neikvæðir á flugvellinum er hleypt um borð í vélarnar. Viðmið gefin út á morgun en ríkjum ekki skylt að fara eftir þeim Í minnisblaðinu sem Reuters hefur undir höndum segir að fjölmörg aðildarríki séi ekki reiðubúin til þess að setja slíkar reglur, sum telji sig þurfa fá betri vitneskju um áreiðanleika slíkra prófa á meðan önnur ríki segja að reglur um prófin séu málefni ríkjanna sjálfra, og ekki sé þörf fyrir að setja sameiginlegar reglur um notkun þeirra. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun gefa út viðmið um notkun slíkra prófa en aðildarríkjunum ber engin skylda til þess að fara eftir þeim viðmiðun. Í frétt Reuters segir að þessi þróun sé áfall fyrir evrópsk flugfélög sem höfðu gert sér vonir um að með hraðprófum væri hægt að losna við eina af þeim fjölmörgu hindrunum sem koma í veg fyrir mikla farþegaflutninga á tímum kórónuveirufaraldursins. Lesa má um hraðpróf á vef Landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna. Evrópsk flugfélög hafa gert sér vonir um að slíkar reglur geti litið dagsins ljós svo liðka megi fyrir ferðalögum á milli landa í álfunni. Reuters greinir frá og hefur upplýsingarnar upp úr minnisblaði frá þýskum stjórnvöldum sem fara nú með formennsku í leiðtogaráði ESB. Í frétt Reuters segir að evrópsk flugfélög hafi þrýst á stjórvöld víða í álfunni að finna aðrar leiðir en þær að leggja bann við ferðalögum á milli landi. Hafa þau þar litið til svokallaðra hraðprófa sem greina kórónuveiruna á andartaki. Slík próf eru þó ekki jafn áreiðanleg og svokallaðar PCR-skimanir, líkt og þær sem notaðar eru hér á landi þegar smit eru greind. Þýska flugfélagið Lufthansa og ítalska flugfélagið AirItalia eru sögð vera þau flugfélög sem helst þrýsti á sameiginlegar reglur um hraðpróf en ýmis flugfélög hafa notað þau í innanlandsflugi í Evrópu, þar sem aðeins þeim sem greinast neikvæðir á flugvellinum er hleypt um borð í vélarnar. Viðmið gefin út á morgun en ríkjum ekki skylt að fara eftir þeim Í minnisblaðinu sem Reuters hefur undir höndum segir að fjölmörg aðildarríki séi ekki reiðubúin til þess að setja slíkar reglur, sum telji sig þurfa fá betri vitneskju um áreiðanleika slíkra prófa á meðan önnur ríki segja að reglur um prófin séu málefni ríkjanna sjálfra, og ekki sé þörf fyrir að setja sameiginlegar reglur um notkun þeirra. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun gefa út viðmið um notkun slíkra prófa en aðildarríkjunum ber engin skylda til þess að fara eftir þeim viðmiðun. Í frétt Reuters segir að þessi þróun sé áfall fyrir evrópsk flugfélög sem höfðu gert sér vonir um að með hraðprófum væri hægt að losna við eina af þeim fjölmörgu hindrunum sem koma í veg fyrir mikla farþegaflutninga á tímum kórónuveirufaraldursins. Lesa má um hraðpróf á vef Landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira