„Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2020 18:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, segir að ekki sé misræmi á milli því hvernig skólastarf fer fram og hvernig íþróttastarf fer fram. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lýst yfir undrun sinni á því að ekki hafi verið létt á sóttvörnum grunnskóla á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis vísaði Þórólfur til þess að grímuskylda og tveggja metra reglan hafi verið afnumin í 5. - 7. bekk og grímuskylda kennara þeirra bekkja sömuleiðis. „Þannig að við erum að létta af. Fjöldamörkum var breytt í 50 í neðri bekkjum og 25 í efri bekkjum, þannig að við höfum verið að slaka á,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi þarna. Auðvitað vildu einhverjir sjá þetta öðruvísi en aflétting í skólum væri flókin. Verið væri að vinna hana með heilbrigðis-, og menntamálaráðuneytunum. „Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd, að aflétta mjög hægt og það sýnist sitt hverjum hvernig er best að gera það. En við verðum bara að lifa með það held ég,“ sagði Þórólfur. Varðandi blöndun bekkja á íþróttaæfingum sagði Þórólfur að börn væru mun lengur saman í skólanum en á íþróttaæfingum. Það skipti ekki bara máli hve margir hittast heldur einnig hve lengi samneytið stendur yfir. Takmarkaðar aðgerðir skiluðu ekki árangri Aðspurður um hvort mikið hafi verið um smit sem tengjast þeirri einyrkjastarfsemi sem hefst aftur á morgun, sagði Þórólfur aðgerðirnar ekki snúast um hvar hægt væri að benda á smit. Nánast allri hópamyndun hafi verið lokað. Aðgerðirnar hafi gengið út á það. „Þær gengu ekkert endilega út á að loka bara því þar sem við gátum bent á að þarna hefði greinst smit,“ sagði Þórólfur. Það væri vegna þess að ekki væri búið að finna uppruna um 15 til 20 prósent greindra smita. Í byrjun hafi það verið reynt markvisst, að greina smit og loka stöðum þar sem áhættan væri mest. Það hafi ekki skilað miklu. „Það var ekki fyrr en við fórum í þessar víðtæku aðgerðir að við fórum að sjá árangur. Þannig ég held að menn þurfi að líta á þetta þannig. Það þarf að grípa til víðtækra aðgerða til að sjá árangur. Það er það sem hefur gerst núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23 Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06 Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47 „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, segir að ekki sé misræmi á milli því hvernig skólastarf fer fram og hvernig íþróttastarf fer fram. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lýst yfir undrun sinni á því að ekki hafi verið létt á sóttvörnum grunnskóla á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis vísaði Þórólfur til þess að grímuskylda og tveggja metra reglan hafi verið afnumin í 5. - 7. bekk og grímuskylda kennara þeirra bekkja sömuleiðis. „Þannig að við erum að létta af. Fjöldamörkum var breytt í 50 í neðri bekkjum og 25 í efri bekkjum, þannig að við höfum verið að slaka á,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi þarna. Auðvitað vildu einhverjir sjá þetta öðruvísi en aflétting í skólum væri flókin. Verið væri að vinna hana með heilbrigðis-, og menntamálaráðuneytunum. „Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd, að aflétta mjög hægt og það sýnist sitt hverjum hvernig er best að gera það. En við verðum bara að lifa með það held ég,“ sagði Þórólfur. Varðandi blöndun bekkja á íþróttaæfingum sagði Þórólfur að börn væru mun lengur saman í skólanum en á íþróttaæfingum. Það skipti ekki bara máli hve margir hittast heldur einnig hve lengi samneytið stendur yfir. Takmarkaðar aðgerðir skiluðu ekki árangri Aðspurður um hvort mikið hafi verið um smit sem tengjast þeirri einyrkjastarfsemi sem hefst aftur á morgun, sagði Þórólfur aðgerðirnar ekki snúast um hvar hægt væri að benda á smit. Nánast allri hópamyndun hafi verið lokað. Aðgerðirnar hafi gengið út á það. „Þær gengu ekkert endilega út á að loka bara því þar sem við gátum bent á að þarna hefði greinst smit,“ sagði Þórólfur. Það væri vegna þess að ekki væri búið að finna uppruna um 15 til 20 prósent greindra smita. Í byrjun hafi það verið reynt markvisst, að greina smit og loka stöðum þar sem áhættan væri mest. Það hafi ekki skilað miklu. „Það var ekki fyrr en við fórum í þessar víðtæku aðgerðir að við fórum að sjá árangur. Þannig ég held að menn þurfi að líta á þetta þannig. Það þarf að grípa til víðtækra aðgerða til að sjá árangur. Það er það sem hefur gerst núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23 Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06 Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47 „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45
Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23
Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06
Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47
„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda