„Sumir hváðu þegar þjónustustjóri listasafns hringdi til að spyrja um líðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn. Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn.
Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira