Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 13:22 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í síðustu viku lækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 0,75 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Ákvörðun bankans kom nokkuð á óvart en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að efnahagshorfur hafi versnað meira en bankinn hafði álitið. „Við vorum komin vel á veg með að örva eftirspurn í sumar og haust en svo kom önnur og þriðja bylgja þannig við töldum okkur þurfa að bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Það sé gríðarlega mikill samdráttur í efnahagslífinu og mikið atvinnuleysi sem hafi þurft að bregðast við. Aðspurður segir Ásgeir að það sé alveg möguleiki á því að vextir verði lækkaðir enn meira. „En við höfum líka önnur tæki. Við getum prentað peninga með því að kaupa ríkishlutabréf til að taka niður langtímavexti,“ segir Ásgeir. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka sagði í Kastljósi í síðustu viku að Seðlabankinn og stjórnvöld væru á rangri leið. Stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu. Ásgeir segir þetta ekki vera rétt. „Það var staðan í vor að við vildum hvetja bankana til að lána, við lækkuðum kvaðir á þá og ýttum út lausafé sem þeir áttu hjá okkur því við vildum að þeir myndu örva kerfið. Við töldum okkur þurfa að styðja við heimilin, lágir vextir, stöðugt gengi og hvetja áfram fasteignamarkaðinn og það heppnaðist. Við erum enn ekki byrjaðir að prenta peninga þar sem við erum að fara afhenta einhver verðmæti út úr seðlabankanum. Við erum að fara byrja á því núna,“ segir Ásgeir. Ríkissjóður muni fá þá peninga og tekur ákvörðun um það hvernig þeim verður deilt. „Mér sýnist á öllu eins og aðgerðirnar sem þau voru að tilkynna um helgina að þessir peningar séu að fara til þeirra sem þurfa á þeim að halda,“ segir Ásgeir. Aðalhagfræðingur Kviku banka sagði jafnframt í Kastljósi að um 300 milljarðar króna hefðu verið prentaðar í seðlum. Um helmingur þessa fjár hefði farið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Ásgeir segir að þetta séu ekki peningar sem Seðlabankinn hafi prentað heldur lausafé sem bankarnir áttu í seðlabankanum. „Við lokuðum þessum reikningum þannig að bankarnir urðu að taka peninginn út og við hvöttum þá til að lána. Þannig þetta er bankakerfið að lána út. Það er óeðlilegt að bankarnir láni til fasteignakaupa. Þetta eru öruggustu lánin fyrir þá og á þessum tíma var fasteignamarkaðurinn eiginlega að deyja. Þannig við töldum að þetta væri liður í því að örva hagkerfið,“ segir Ásgeir. Á næstu árum vilji hann gjarnan sjá bankana nýta efnahagsreikninginn sinn í fyrirtækjalán. „En enn sem komið er tel ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í síðustu viku lækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 0,75 prósent og hafa þeir aldrei verið lægri. Ákvörðun bankans kom nokkuð á óvart en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að efnahagshorfur hafi versnað meira en bankinn hafði álitið. „Við vorum komin vel á veg með að örva eftirspurn í sumar og haust en svo kom önnur og þriðja bylgja þannig við töldum okkur þurfa að bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Það sé gríðarlega mikill samdráttur í efnahagslífinu og mikið atvinnuleysi sem hafi þurft að bregðast við. Aðspurður segir Ásgeir að það sé alveg möguleiki á því að vextir verði lækkaðir enn meira. „En við höfum líka önnur tæki. Við getum prentað peninga með því að kaupa ríkishlutabréf til að taka niður langtímavexti,“ segir Ásgeir. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka sagði í Kastljósi í síðustu viku að Seðlabankinn og stjórnvöld væru á rangri leið. Stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkaðinn í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem hafa lent í mesta tekjuáfallinu. Ásgeir segir þetta ekki vera rétt. „Það var staðan í vor að við vildum hvetja bankana til að lána, við lækkuðum kvaðir á þá og ýttum út lausafé sem þeir áttu hjá okkur því við vildum að þeir myndu örva kerfið. Við töldum okkur þurfa að styðja við heimilin, lágir vextir, stöðugt gengi og hvetja áfram fasteignamarkaðinn og það heppnaðist. Við erum enn ekki byrjaðir að prenta peninga þar sem við erum að fara afhenta einhver verðmæti út úr seðlabankanum. Við erum að fara byrja á því núna,“ segir Ásgeir. Ríkissjóður muni fá þá peninga og tekur ákvörðun um það hvernig þeim verður deilt. „Mér sýnist á öllu eins og aðgerðirnar sem þau voru að tilkynna um helgina að þessir peningar séu að fara til þeirra sem þurfa á þeim að halda,“ segir Ásgeir. Aðalhagfræðingur Kviku banka sagði jafnframt í Kastljósi að um 300 milljarðar króna hefðu verið prentaðar í seðlum. Um helmingur þessa fjár hefði farið inn á húsnæðislánamarkaðinn. Ásgeir segir að þetta séu ekki peningar sem Seðlabankinn hafi prentað heldur lausafé sem bankarnir áttu í seðlabankanum. „Við lokuðum þessum reikningum þannig að bankarnir urðu að taka peninginn út og við hvöttum þá til að lána. Þannig þetta er bankakerfið að lána út. Það er óeðlilegt að bankarnir láni til fasteignakaupa. Þetta eru öruggustu lánin fyrir þá og á þessum tíma var fasteignamarkaðurinn eiginlega að deyja. Þannig við töldum að þetta væri liður í því að örva hagkerfið,“ segir Ásgeir. Á næstu árum vilji hann gjarnan sjá bankana nýta efnahagsreikninginn sinn í fyrirtækjalán. „En enn sem komið er tel ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira