Þjóðhagsleg arðsemi Borgarlínu Hrafnkell Á. Proppé skrifar 24. nóvember 2020 07:31 Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar