Messi ekki með til Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2020 22:31 Lionel Messi í leik gegn Juventus í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Valerio Pennicino/Getty Images Spænska stórliðið Barcelona mætir Dynamo Kíev á útivelli í Meistaradeild Evrópu á morgun, þriðjudag. Enginn Lionel Messi verður í leikmannahópi Börsunga er leikurinn hefst. Þetta kom fram á blaðamannafundi Ronald Koeman, þjálfara liðsins, í dag en hann telur Messi þurfa á hvíldinni að halda. Sömu sögu er að segja af hollenska miðjumanninum Frenkie De Jong. We think this is a good moment to rest them. @RonaldKoeman on leaving Leo #Messi and @DeJongFrenkie21 out of the squad for #DynamoBarça pic.twitter.com/T9wRT3u6rQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 23, 2020 Barcelona er sem stendur með fullt hús stiga í Meistaradeildinni að loknum þremur leikjum en gengið heima fyrir hefur verið skelfilegt. Liðið er aðeins með einn sigur í síðustu sex leikjum og virðist Koeman ganga illa að finna lausnir á vandræðum liðsins. Barcelona er í 12. sæti sem stendur, 11 stigum á eftir Real Sociedad sem trónir á toppi deildarinnar. Lionel Messi reyndi eins og hann gat að fá sig lausan frá Barcelona síðasta sumar. Hann er enn leikmaður liðsins en heftur oft leikið betur en á þessari leiktíð. Hvort hvíldin geri gæfumuninn kemur einfaldlega í ljós er fram líða stundir. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Manchester City sagt búið að missa áhugann á Messi Lionel Messi til Manchester City átti að vera næstum því frágengið en nú er allt annað hljóð í Manchester City mönnum samkvæmt nýjustu fréttum. 23. nóvember 2020 11:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Spænska stórliðið Barcelona mætir Dynamo Kíev á útivelli í Meistaradeild Evrópu á morgun, þriðjudag. Enginn Lionel Messi verður í leikmannahópi Börsunga er leikurinn hefst. Þetta kom fram á blaðamannafundi Ronald Koeman, þjálfara liðsins, í dag en hann telur Messi þurfa á hvíldinni að halda. Sömu sögu er að segja af hollenska miðjumanninum Frenkie De Jong. We think this is a good moment to rest them. @RonaldKoeman on leaving Leo #Messi and @DeJongFrenkie21 out of the squad for #DynamoBarça pic.twitter.com/T9wRT3u6rQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 23, 2020 Barcelona er sem stendur með fullt hús stiga í Meistaradeildinni að loknum þremur leikjum en gengið heima fyrir hefur verið skelfilegt. Liðið er aðeins með einn sigur í síðustu sex leikjum og virðist Koeman ganga illa að finna lausnir á vandræðum liðsins. Barcelona er í 12. sæti sem stendur, 11 stigum á eftir Real Sociedad sem trónir á toppi deildarinnar. Lionel Messi reyndi eins og hann gat að fá sig lausan frá Barcelona síðasta sumar. Hann er enn leikmaður liðsins en heftur oft leikið betur en á þessari leiktíð. Hvort hvíldin geri gæfumuninn kemur einfaldlega í ljós er fram líða stundir.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Manchester City sagt búið að missa áhugann á Messi Lionel Messi til Manchester City átti að vera næstum því frágengið en nú er allt annað hljóð í Manchester City mönnum samkvæmt nýjustu fréttum. 23. nóvember 2020 11:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Manchester City sagt búið að missa áhugann á Messi Lionel Messi til Manchester City átti að vera næstum því frágengið en nú er allt annað hljóð í Manchester City mönnum samkvæmt nýjustu fréttum. 23. nóvember 2020 11:00