Gummi Tóta um möguleikana með landsliðinu: Klár í að hjálpa innan vallar sem utan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 23:01 Guðmundur í leik gegn Montreal Impact á tímabilinu. Ira L. Black/Getty Images Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu
Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira