Rannsaka meintar mútugreiðslur í skiptum fyrir náðanir Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2020 10:20 Ónefndir einstaklingar eru sagðir hafa beitt áhrifum sínum til að þrýsta á um að Trump forseti náðaði eða mildaði refsingar fólks sem þeir störfuðu fyrir á laun. Þeir hafi jafnvel lofað háum framlögum í kosningasjóði í skiptum fyrir forsetanáðun. AP/Evan Vucci Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu. Meint samsæri þessa efnis kemur fram í átján blaðsíðna tilskipun alríkisdómara í Washington-borg í ágúst sem var nýlega birt að hluta. Um helmingur hennar var ritskoðaður áður en hún var gerð opinber þannig að ekki er hægt að sjá hver er til rannsóknar eða hvern átti að náða. Dómarinn lýsti rannsókninni þannig að hún beindist að „mútum fyrir náðun“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Embættismaður dómsmálaráðuneytisins sagði AP-fréttastofunni í gærkvöldi að enginn opinber embættismaður ríkisstjórnarinnar væri til rannsóknar í málinu. Trump forseti lýsti rannsókninni „falsfréttum“ á Twitter í gærkvöldi. Dómarinn veitti saksóknurum heimild til þess að skoða ákveðin tölvupóstsamskipti sem eru talin tengjast meintu ráðabrugginu sem falla ekki undir trúnað á milli lögmanns og skjólstæðings. AP segir að hald hafi verið lagt á fleiri en fimmtíu tæki í rannsókninni, þar á meðal far- og spjaldtölvur. Saksóknarar sögðust ætla að nota upplýsingarnar til þess að ganga á þrjá ónefnda einstaklinga í yfirheyrslum og ljúka rannsókninni. Reuters segir að auk meintra mútugreiðslan rannsaki saksóknarar ráðuneytisins leynileg málafylgjustörf þar sem tveir ónefndir einstaklingar hafi þrýst á hátt sett embættismenn Hvíta hússins án þess að skrá sig sem málafylgjumenn eins og lög kveða á um. Trump með börnum sínum og tengdasyni á landsfundi Repúblikanaflokksins sem var haldinn í Hvíta húsinu í sumar. Kushner (t.v.) og Ivanka dóttir hans (t.h.) hafa starfað sem ráðgjafar forsetans. Eric (f.m.) hefur stýrt viðskiptaveldi fjölskyldunnar á meðan.Vísir/Getty Ræðir um að náða Giuliani og fjölskyldu sína Trump hefur farið frjálslega með náðunarvald forseta í embætti. Hann hefur þannig náðað vini sína og fólk sem hefur getað haft bein áhrif á hann. Á sama tíma hafa hrannast upp þúsundir beiðna um náðun eða mildun refsinga sem forsetum berast en Trump hefur ekki látið sig varða. Nú síðast náðaði fráfarandi forsetinn Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í síðustu viku. Flynn játaði sig í tvígang sekan um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni í rannsókn hennar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Búist er við því að Trump gæti náðað fjölda einstaklinga á síðustu vikum sínum í embætti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Trump hafi meðal annars rætt um að veita Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni sínum, þremur elstu börnum sínum og tengdasyni forvirka náðun. Hann á að óttast að dómsmálaráðuneytið muni leita „hefnda“ gegnum honum eftir stjórnarskiptin með því að beina spjótum sínum að Donald yngri, Eric og Ivönku Trump og Jared Kushner. New York Times segir ekki ljóst fyrir hvaða glæpi forsetinn myndi vilja náða dóttur sína og son fyrir. Donald Trump yngri var á meðal viðfangsefna rannsóknar Roberts Mueller á afskiptum Rússa vegna samskipta sinna við Rússa sem buðu skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Hann var þó aldrei ákærður. Kushner veitti yfirvöldum rangar upplýsingar um samskipti við erlenda aðila þegar hann sótti um öryggisheimild við upphaf forsetatíðar Trump. Tengdafaðir hans veitti honum öryggisheimildina þrátt fyrir það en Kushner hefur starfað sem ráðgjafi forsetans. Nýlega kom fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki fyrirtæki Trump, meðal annars vegna skattaafskrifta á milljónum dollara ráðgjafagreiðslna fyrirtækisins til Ivönku Trump. Forseti getur þó ekki náðað einstaklinga fyrir glæpi í einstökum ríkjum eða sýslum, aðeins alríkisglæpi. Óvanalegt en ekki fordæmalaust að náða fólk fyrirfram Ekki liggur heldur fyrir hvaða glæpi Giuliani, lögmaður Trump, kann að hafa framið. Hann hefur verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknurum í New York, vegna viðskiptaumsvifa í Úkraínu og aðildar hans að því að fá Trump til að reka sendiherra Bandaríkjanna þar. Giuliani var helsti hvatamaðurinn að þrýstingsherferð Trump gegn úkraínskum stjórnvöldum sem leiddi til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot síðasta vetur. Forvirk og almenn náðun forseta vegna mögulegra ákæra eða sakfellingar er sögð afar óvenjuleg en ekki fordæmalaus. Þegar Gerald Ford tók við forsetaembættinu eftir afsögn Richards Nixon náðaði hann Nixon vegna alls þess sem hann gerði sem forseti. Nixon hafði meðal annars stýrt tilraunum til að hylma yfir innbrot í höfuðstöðvum landsnefndar Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Þá náðaði George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, þátttakendur í svonefndri Viskíuppreisn til að koma þeim undan ákærum fyrir landráð. Jimmy Carter náðaði þúsundir bandarískra karlmanna sem komu sér ólöglega undan herþjónustu í Víetnamstríðinu. Donald Trump Bandaríkin Rússarannsóknin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Meint samsæri þessa efnis kemur fram í átján blaðsíðna tilskipun alríkisdómara í Washington-borg í ágúst sem var nýlega birt að hluta. Um helmingur hennar var ritskoðaður áður en hún var gerð opinber þannig að ekki er hægt að sjá hver er til rannsóknar eða hvern átti að náða. Dómarinn lýsti rannsókninni þannig að hún beindist að „mútum fyrir náðun“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Embættismaður dómsmálaráðuneytisins sagði AP-fréttastofunni í gærkvöldi að enginn opinber embættismaður ríkisstjórnarinnar væri til rannsóknar í málinu. Trump forseti lýsti rannsókninni „falsfréttum“ á Twitter í gærkvöldi. Dómarinn veitti saksóknurum heimild til þess að skoða ákveðin tölvupóstsamskipti sem eru talin tengjast meintu ráðabrugginu sem falla ekki undir trúnað á milli lögmanns og skjólstæðings. AP segir að hald hafi verið lagt á fleiri en fimmtíu tæki í rannsókninni, þar á meðal far- og spjaldtölvur. Saksóknarar sögðust ætla að nota upplýsingarnar til þess að ganga á þrjá ónefnda einstaklinga í yfirheyrslum og ljúka rannsókninni. Reuters segir að auk meintra mútugreiðslan rannsaki saksóknarar ráðuneytisins leynileg málafylgjustörf þar sem tveir ónefndir einstaklingar hafi þrýst á hátt sett embættismenn Hvíta hússins án þess að skrá sig sem málafylgjumenn eins og lög kveða á um. Trump með börnum sínum og tengdasyni á landsfundi Repúblikanaflokksins sem var haldinn í Hvíta húsinu í sumar. Kushner (t.v.) og Ivanka dóttir hans (t.h.) hafa starfað sem ráðgjafar forsetans. Eric (f.m.) hefur stýrt viðskiptaveldi fjölskyldunnar á meðan.Vísir/Getty Ræðir um að náða Giuliani og fjölskyldu sína Trump hefur farið frjálslega með náðunarvald forseta í embætti. Hann hefur þannig náðað vini sína og fólk sem hefur getað haft bein áhrif á hann. Á sama tíma hafa hrannast upp þúsundir beiðna um náðun eða mildun refsinga sem forsetum berast en Trump hefur ekki látið sig varða. Nú síðast náðaði fráfarandi forsetinn Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í síðustu viku. Flynn játaði sig í tvígang sekan um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni í rannsókn hennar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Búist er við því að Trump gæti náðað fjölda einstaklinga á síðustu vikum sínum í embætti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Trump hafi meðal annars rætt um að veita Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni sínum, þremur elstu börnum sínum og tengdasyni forvirka náðun. Hann á að óttast að dómsmálaráðuneytið muni leita „hefnda“ gegnum honum eftir stjórnarskiptin með því að beina spjótum sínum að Donald yngri, Eric og Ivönku Trump og Jared Kushner. New York Times segir ekki ljóst fyrir hvaða glæpi forsetinn myndi vilja náða dóttur sína og son fyrir. Donald Trump yngri var á meðal viðfangsefna rannsóknar Roberts Mueller á afskiptum Rússa vegna samskipta sinna við Rússa sem buðu skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Hann var þó aldrei ákærður. Kushner veitti yfirvöldum rangar upplýsingar um samskipti við erlenda aðila þegar hann sótti um öryggisheimild við upphaf forsetatíðar Trump. Tengdafaðir hans veitti honum öryggisheimildina þrátt fyrir það en Kushner hefur starfað sem ráðgjafi forsetans. Nýlega kom fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki fyrirtæki Trump, meðal annars vegna skattaafskrifta á milljónum dollara ráðgjafagreiðslna fyrirtækisins til Ivönku Trump. Forseti getur þó ekki náðað einstaklinga fyrir glæpi í einstökum ríkjum eða sýslum, aðeins alríkisglæpi. Óvanalegt en ekki fordæmalaust að náða fólk fyrirfram Ekki liggur heldur fyrir hvaða glæpi Giuliani, lögmaður Trump, kann að hafa framið. Hann hefur verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknurum í New York, vegna viðskiptaumsvifa í Úkraínu og aðildar hans að því að fá Trump til að reka sendiherra Bandaríkjanna þar. Giuliani var helsti hvatamaðurinn að þrýstingsherferð Trump gegn úkraínskum stjórnvöldum sem leiddi til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot síðasta vetur. Forvirk og almenn náðun forseta vegna mögulegra ákæra eða sakfellingar er sögð afar óvenjuleg en ekki fordæmalaus. Þegar Gerald Ford tók við forsetaembættinu eftir afsögn Richards Nixon náðaði hann Nixon vegna alls þess sem hann gerði sem forseti. Nixon hafði meðal annars stýrt tilraunum til að hylma yfir innbrot í höfuðstöðvum landsnefndar Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Þá náðaði George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, þátttakendur í svonefndri Viskíuppreisn til að koma þeim undan ákærum fyrir landráð. Jimmy Carter náðaði þúsundir bandarískra karlmanna sem komu sér ólöglega undan herþjónustu í Víetnamstríðinu.
Donald Trump Bandaríkin Rússarannsóknin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira