Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2020 10:54 Fjölmargir gallar fundust á iðnaðarhúsnæðinu þegar slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu tók það út að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem er íslenskur karlmaður á sextugsaldri búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í Reykjavík í lok árs 2017 og byrjun 2018. Það gerði hann án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi brunavarnir sem hafi verið alls ófullnægjandi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þannig var eigandi starfsmannaleigunnar, sem var einnig eigandi fyrirtækisins sem leigði húsnæðið, talinn hafa stofnað heilsu og lífi um 24 starfsmanna leigunnar sem voru búsettir í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið í augljósan háska „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“. Hafa lokað iðnaðarhúsnæði sem er notað til búsetu Ólöglegt er að hafa búsetu í iðnaðarhúsnæði og hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lokað slíku húsnæði þar sem brunavörnum var áfátt undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru það erlendir farandverkamenn sem hafast við í húsnæði af þessu tagi. Það er ekki aðeins í iðnaðarhúsnæði þar sem erlendir verkamenn hafa búið við hættulegar aðstæður. Þrír Pólverjar, tvær konur og einn karlmaður, fórust í eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í júní í sumar. Þrettán manns voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði en enn fleiri bjuggu þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sagði að alls hafi 73 einstaklingar verið skráðir með lögheimili í húsinu. Húsið sem brann er í eigu HD Verks. Lögmaður þess neitaði því að svo margir hafi búið í húsinu og hafnaði því að fyrirtækið tengdist starfsmannaleigum í sumar. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem er íslenskur karlmaður á sextugsaldri búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í Reykjavík í lok árs 2017 og byrjun 2018. Það gerði hann án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi brunavarnir sem hafi verið alls ófullnægjandi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu að beiðni lögreglu í febrúar árið 2018 kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reykjar, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Þannig var eigandi starfsmannaleigunnar, sem var einnig eigandi fyrirtækisins sem leigði húsnæðið, talinn hafa stofnað heilsu og lífi um 24 starfsmanna leigunnar sem voru búsettir í húsnæðinu um þriggja mánaða skeið í augljósan háska „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“. Hafa lokað iðnaðarhúsnæði sem er notað til búsetu Ólöglegt er að hafa búsetu í iðnaðarhúsnæði og hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lokað slíku húsnæði þar sem brunavörnum var áfátt undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru það erlendir farandverkamenn sem hafast við í húsnæði af þessu tagi. Það er ekki aðeins í iðnaðarhúsnæði þar sem erlendir verkamenn hafa búið við hættulegar aðstæður. Þrír Pólverjar, tvær konur og einn karlmaður, fórust í eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í júní í sumar. Þrettán manns voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði en enn fleiri bjuggu þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sagði að alls hafi 73 einstaklingar verið skráðir með lögheimili í húsinu. Húsið sem brann er í eigu HD Verks. Lögmaður þess neitaði því að svo margir hafi búið í húsinu og hafnaði því að fyrirtækið tengdist starfsmannaleigum í sumar.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira