Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 22:50 Ryanair hefur fest kaup á 210 Boeing 737 Max flugvélum. Getty/Nik Oiko Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. Ryanair hefur þegar skrifað undir kaupsamning á 135 flugvélum. Vélarnar 75 sem bætt hefur verið við munu hækka kaupverðið upp í 22 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2.800 milljörðum íslenskra króna. Nýlega afléttu eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum flugbanninu eftir 20 mánaða langt flugbann vélanna. Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins á enn eftir að aflétta banninu en talið er að það gæti gerst í janúar næstkomandi. Ryanair vonast til þess að það geti tekið við nýju flugvélunum á fyrri hluta næsta árs. Boeing neyddist til þess að taka hönnun vélanna til skoðunar eftir að tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. 346 dóu í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. Boeing Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ryanair hefur þegar skrifað undir kaupsamning á 135 flugvélum. Vélarnar 75 sem bætt hefur verið við munu hækka kaupverðið upp í 22 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2.800 milljörðum íslenskra króna. Nýlega afléttu eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum flugbanninu eftir 20 mánaða langt flugbann vélanna. Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins á enn eftir að aflétta banninu en talið er að það gæti gerst í janúar næstkomandi. Ryanair vonast til þess að það geti tekið við nýju flugvélunum á fyrri hluta næsta árs. Boeing neyddist til þess að taka hönnun vélanna til skoðunar eftir að tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. 346 dóu í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra.
Boeing Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36
Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33